Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 27

Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 27
BANKABLAÐIÐ 99 r Bjarkan Minningarorð Hinn 13. þ. mán. andaðist Böðvar Bjarkan, yfirréttarmálaflutningsmað- ur, snögglega á heimili sínu á Akur- eyri. Hjartabilun varð honum að bana, enda hafði hann um nokkur ár undan- farin kennt þess sjúkdóms, og leitað heilsubótar, innanlands og utan, ár. nokkurs varanlegs árangurs. Böðvar fæddist að Sveinsstöðum í Húnaþingi 12. nóv. 1879, og var því réttra 59 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson, og kona hans, Þorbjörg Kristmundsdóttir, er lengi bjuggu sæmdarbúi á Sveinsstöðum. Ættarnafnið: Bjarkan, tók hann sér um 1914, þegar slíkt tíðkaðist mest á landi hér. Á unga aldri var Böðvar settur til skólanáms; stúdentsprófi frá lærða skólanum lauk hann 1901, sigldi sam- sumars til Kaupmannahafnar og lagði í fyrstu stund á læknisfræði við há- skólann þar, en eigi féll honum það nám í geð, er fram í sótti. Tók hann hið venjulega heimspekispróf vorið 1902, en 1905 hvarf hann heim frá háskólanum og reisti bú árið eftir að Einarsnesi á Mýrum. — Sama vorið kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Jónsdóttur frá Auðólfsstöðum í Langadal. Voru þau hjónin systra- börn. Samfarir þeirra voru hinar ást- úðlegustu. Börn eignuðust þau þrjú: Inger, sem dó á Akureyri, rúmlega tvítug; Ragnar, cand. jur., fulltrúa í dómsmálaráðuneytinu hér, og Skúla, er stundar læknanám við háskólann í Reykjavík. Böðvar var með afbrigðum heimilisrækinn, og voru þau hjón samhent í því að gera heimilið, sem prýðilegast, bæði hið ytra og innra, enda mun hverjum manni hafa liðið vel, sem var gestur þeirra. Eftir tveggja ára búskap í Einars- nesi, hvarf Böðvar til Reykjavíkur og tók að leggja stund á lögfræði, fyrst við lagaskólann og síðar við háskólann, eftir stofnun hans. Lauk hann þar em- bættisprófi 19. júní 1912. öll sín próf tók hann með lofi. Samsumars fluttu þau hjónin til Akureyrar og hafa búið þar síðan. Tók hann þá við gæzlu- stjórastarfi við Landsbanka-útbúið á Akureyri og gegndi því starfi æ síðan. Sama ár varð hann yfirréttarmála- flutningsmaður og stundaði einnig málflutning og önnur lögfræðistörí sem aðalstörf til æfiloka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.