Bankablaðið - 01.12.1938, Side 27

Bankablaðið - 01.12.1938, Side 27
BANKABLAÐIÐ 99 r Bjarkan Minningarorð Hinn 13. þ. mán. andaðist Böðvar Bjarkan, yfirréttarmálaflutningsmað- ur, snögglega á heimili sínu á Akur- eyri. Hjartabilun varð honum að bana, enda hafði hann um nokkur ár undan- farin kennt þess sjúkdóms, og leitað heilsubótar, innanlands og utan, ár. nokkurs varanlegs árangurs. Böðvar fæddist að Sveinsstöðum í Húnaþingi 12. nóv. 1879, og var því réttra 59 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson, og kona hans, Þorbjörg Kristmundsdóttir, er lengi bjuggu sæmdarbúi á Sveinsstöðum. Ættarnafnið: Bjarkan, tók hann sér um 1914, þegar slíkt tíðkaðist mest á landi hér. Á unga aldri var Böðvar settur til skólanáms; stúdentsprófi frá lærða skólanum lauk hann 1901, sigldi sam- sumars til Kaupmannahafnar og lagði í fyrstu stund á læknisfræði við há- skólann þar, en eigi féll honum það nám í geð, er fram í sótti. Tók hann hið venjulega heimspekispróf vorið 1902, en 1905 hvarf hann heim frá háskólanum og reisti bú árið eftir að Einarsnesi á Mýrum. — Sama vorið kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Jónsdóttur frá Auðólfsstöðum í Langadal. Voru þau hjónin systra- börn. Samfarir þeirra voru hinar ást- úðlegustu. Börn eignuðust þau þrjú: Inger, sem dó á Akureyri, rúmlega tvítug; Ragnar, cand. jur., fulltrúa í dómsmálaráðuneytinu hér, og Skúla, er stundar læknanám við háskólann í Reykjavík. Böðvar var með afbrigðum heimilisrækinn, og voru þau hjón samhent í því að gera heimilið, sem prýðilegast, bæði hið ytra og innra, enda mun hverjum manni hafa liðið vel, sem var gestur þeirra. Eftir tveggja ára búskap í Einars- nesi, hvarf Böðvar til Reykjavíkur og tók að leggja stund á lögfræði, fyrst við lagaskólann og síðar við háskólann, eftir stofnun hans. Lauk hann þar em- bættisprófi 19. júní 1912. öll sín próf tók hann með lofi. Samsumars fluttu þau hjónin til Akureyrar og hafa búið þar síðan. Tók hann þá við gæzlu- stjórastarfi við Landsbanka-útbúið á Akureyri og gegndi því starfi æ síðan. Sama ár varð hann yfirréttarmála- flutningsmaður og stundaði einnig málflutning og önnur lögfræðistörí sem aðalstörf til æfiloka.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.