Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 30

Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 30
102 BANKABLAÐIÐ ann. Mundi heppilegast að hvor banki sendi 5 menn í hverja vegalengd og keppt yrði í t. d. 50 m., 100 m. og 400 m. krowl eða bringusundi eftir samkomulagi, yrði tími flokksins lagð- ur saman og sá flokkur, sem fljótari yrði, ynni auðvitað, án tillits til þess, hver ætti fyrsta mann. Heildartími flokkanna yrði svo lagður saman, og sá bankinn, sem fæstar mínútur hef- ir notað, vinnur. Athugandi væri líka, hvort ekki væri hægt að efna til sundkeppni fyrir konur, sem starfa í bankanum og þá líka að fá Útvegsbankann með. Svo eru ef til vill nokkrir, sem hvorki treystu sér á völlinn eða í vatnið. Þeim ráðlegg ég að fá sér reglulegar göngur, þær eru hollar og geta komið að miklu liði fyrri þá, sem ekki hafa á öðru völ. En, sem sagt, að eigi þetta að koma að tilætl- uðum notum, verður að æfa reglu- lega og með viljafestu, og ekki gefa sjálfum sér eftir. Leikfimisflokk ættu bankamenn að hafa, og stunda leikfimi allan vetur- inn 2 sinnum í viku. Kjörorð okkar ætti því að vera: Verndum heilsu okkar með hjálp íþróttanna. — Hittumst heil til leiks. EUert Sölvason. Brugghús eitt í Klattau í Tékkó- slóvakíu hefir haft þá venju um mörg undanfarin ár, að greiða hluthöfum fyrirtækisins arð í framleiðsluvam- ingi verksmiðjunnar. Á síðasta aðal- fundi var úthlutað 88 ’.ítrum af öli fyrir hvert hlutabréf. Skrifið rétt heimilisfang Bréfritarar ættu að athuga vel, að hvert bréf er nauðsynlegt að rita með jafn greinilegri utanáskrift og kostur er á. Ef að það er ekki gjört, getur það valdið miklum óþægindum, bæði fyrir þann er sendir bréfið og viðtak- anda. Auk þess hefir ónóg utanáskrift í för með sér beinan kostnað fyrir send- anda. Eigi er vitað hvað mikil brögð eru að því hér á landi að bréf komist ekki til skila vegna ónákvæmrar utan- áskriftar. í Englandi hefir pósthúsið látið útbúa slíka skýrslu, og segir hún frá, að á síðasta ári hafi 31 miljónir bréfa ekki komist til skila fyrir óná- kvæma utanáskrift og kostar það send- endur ekki minni upphæS en fimm þúsund krónur. 6558 ný fyrirtæki voru skrásett í Englandi sex fyrstu mánuði þessa árs. 1 Italíu hefir komist upp um hunda, sem notaðir voru til þess að smygla gjaldeyri. Hundarnir voru vandir við að fara yfir landamærin að næturlagi. Þegar þeir voru orðnir nægjanlega leiknir í listinni, voru bundnir pakk- ar um háls þeirra og í þcim fluttu þeir gjaldeyri milli landa. „Clearing“ viðskiptin í Englandi sýna að umsetningin fyrstu 6 mán. árs- ins hafa minkað um 12% í „Town clearing" og IV2 % í „County clearing" samanborið við árið 1937. Þessar tölur gefa nokkurt hugboð um að afkoma ársins 1938 verði ekki jafn ágæt og hún var í Englandi 1937.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.