Bankablaðið - 01.12.1938, Side 36
í 08
BANKABLAÐIÐ
Reglugjörð um skákkeppni
um gjafagripi, sem trésmíðameistari
Jón Halldórsson (skákborð) og Sport-
vöruhús Reykjavíkur (skákmenn) gáfu
starfsmönnum Landsbanka Islands og
starfsmönnum Útvegsbanka íslands h.f.
til að keppa um í skák.
1. gr.
Keppt skal um gripi þessa einu sinni
á ári, og í fyrsta sinni seinni hluta árs-
ins 1935. Keppnin skal hefjast í byrjun
marzmánaðar ár hvert, en þó eigi síðar
en 10. marz og vera lokið fyrir 10.
apríl.
Keppendur skulu eigi vera færri en 4
frá hvorum banka og tilkynni þátttöku
sína fyrir 1. marz.
2. gr.
Þegar starfsmenn annars hvors
bankans hafa unnið keppnina þrisvar
sinnum í röð eða fimm sinnum alls,
skulu gripirnir verða eign hlutaðeig-
andi starfsmannafélags. — Samanlögð
vinningatala ræður úrslitum í hverri
keppni.
3. gr.
Hver keppandi skal tefla eina skák
við sérhvern úr mótstöðuliðinu. Innan
hvors flokks skal keppendunum raðað
með hlutkesti. Flokkarnir skulu hafa
hvítt á öllum borðum til fekiptis, og
skal við fyrstu umferð dregið um hvor
flokkurinn á að byrja með hvítt. Ef
keppendatala er ójöfn, þá skal sá flokk-
ur, sem hafði hvítt við byrjunarum-
ferð, hafa hvítt á stöku tölum í síðustu
umferð. Að öðru leyti skal teflt eftir
áðursaminni töflu, samkvæmt eftir-
fylgjandi fyrirmynd.
Tafla yfir fjóra þátttakendur, þar
sem annar flokkurinn er merktur með
tölustöfunum en hinn með bókstöfum.
UMFERÐIR
fyrsta önnur þriðja fjórða
1, a 1, b 1, c 1, d
2, b 2, c 2, d 2, a
3, c 3, d 3, a 3, b
4, d 4, a 4, b 4, c
4. gr.
Tefla skal eftir alþjóðaskáklögum.
5. gr.
Stjórn Sambands ísl. bankamanna
skal annast allan undirbúning keppn-
innar og ræður hún skákstjóra eftir
tilnefning stjórnar Skáksambands ís-
lands.
Skal hún á hverju ári boða til móts-
ins, ákveða stund og stað í samræmi
við 1. gr., og skal sá flokkur, er ekki
mætir til mótsins, talinn sigraður.
Rvík, 18. okt. 1938.
Stjórn Samb. ísl. bankamanna.
Stúlka nokkur var send í banka til
að biðja um víxileyðublöð.
Stúlkan hefir auðsjáanlega ekki
veitt næga athygli hvað við hana var
sagt, því hún bað um nokkur wisky-
eyðublöð.