Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 41
BANKABLAÐIÐ
113
gefnu tilefni orð falla í þá átt, að
skápurinn væri góður, en nokkuð lít-
ill. Eggert Claessen tók þann, sem tal-
aði, samstundis á orðinu, og kvaðst
gjarnan vilja skipta, og var skápurinn
s’íðan fluttur í hans herbergi, en hann
lét í staðinn lítið eitt stærri skáp, sem
verið hafði í þjónustu bankastjóranna
lengur en elztu starfsmenn muna. •—
Báðum skápunum fylgdu tvær lykla-
samstæður.
Hinn 21. maí 1929 stofnar Eggert
Claessen nýja Oddfellow stúku, en
það er aðeins í frásögur færandi
vegna þess að nokkru þar á eftir
kemst bankastjórinn á þá skoðun, að
hann þurfi mikið stærri skáp, og læt-
ur nú bankann kaupa handa sér stór-
an og dýran peningaskáp. En þessi
ráðstöfun kom sér vel fyrir Eggert
Claessen stjórnanda stúkunnar Berg-
þóra, því hann fékk ,,Milners“ skáp-
inn afhentan og þótt hann hafi senni-
lega fengið alla lyklana hjá nafna sín-
um, lætur hann smíða nokkra lykla til
viðbótar og afhendir þá meðstjórn-
endum sínum í st. Bergþóra.
Það er athyglisvert í þessu sam-
bandi, að þegar skápurinn var látinn
úr bankanum ,,um stundarsakir“, var
ekki hægt að ákveða hve lengi stúkan
mundi þurfa skápsins við, vegna þess
að það var ekki fyrr en í árslok árið
1930, að fyrir lá uppkast að samn-
ingum um húsbyggingamál Oddfell-
owa. Enda varð reyndin sú, að það var
komið fast að árslokum 1932, áður en
tiltækilegt þótti að láta stúkurnar fá
til afnota hólfin, sem innréttuð voru í
hinu nýja húsi í þessu skyni.
Til skilningsauka á málavöxtum má
benda á, að handhafi skápsins hefir
hvorki greitt andvirði hans né skilað
honum, þegar ég fékk framsalið hinn
3. febrúar 1934. Og það er ef til vill
Eggert Claessen einn, sem getur svar-
að því, hvort skápurinn var upphaf-
lega lánaður í nafni íslandsbanka. En
það skoðaði ég vera algert aukaatriði;
hitt væri aðalatriði að notkun skáps-
ins var — mér vitanlega— slíkt af-
brigði, að hann gat ekki talist jafn ör-
ugg verðmætageymsla eftir sem áður,
á ég þá fyrst og fremst við lyklasmíð-
ina, sem ég gat um áðan. Þá verður
einnig að hafa í huga að fjöldi manna
hefir haft þessa lykla að skápnum. Og
ef maður tekur stefndan trúanlegan
hafa þeir allir vitað að Islandsbanki
átti skápinn! Hvílíkar málsbætur fyr-
ir mann, sem vildi afhenda bankanum
skápinn aftur og sanna að liann væri
jafn góður(!)
Til þess að skýra betur það örygg-
isleysi, sem æfinlega hlýtur að loða
við slíka geymslu, vil ég vekja athygli
á því, að ef þessum skáp hefði verið
skilað í Útvegsbankann t. d. 1930,
stóð svo á að hann hefði vafalaust
verið fenginn til notkunar manni þeim,
sem starfaði að ógildingu bankaseðla.
En við talningu endurskoðenda hjá
manni þessum kom í ljós, að stóra
upphæð vantaði á að sjóðurinn væri
eins og vera bar. Nú vekur það sér-
staka athygli, að þessi maður gengdi
um sama leyti ritarastörfum í stúku
Eggert Claessens, og þekkti þar af
leiðandi allar ástæður. — Ég tel það
alveg vafalaust, að maðurinn hefði
verið svo gáfaður, að halda áfram að
neita því, að vita nokkuð um hvarf
peninganna, ef hann hefði verið svo
heppinn að geta bent á það, að ef til
vill væru til fleiri lyklar að skápnum,
en þeir, sem hann fékk afhenta. Af