Bankablaðið - 01.12.1938, Side 43
BANKABLAÐIÐ
115
stefndur hafði til þess að skjóta sér
undan að borga skápinn
„Það er rangt að ég geti ekki full-
yrt að ekki hafi verið gjörðir fleiri
lyklar að skápnum en ég hef sagt og
boðið að afhenda. Eg lét sjálfur gera
þessa lykla. Eg hefi sjálfur yfirumsjón
yfir skápnum á Ingólfshvoli, eins og
Jóhanni Árnasyni, sem var Oddfellow
þá er persónulega kunnugt um. Hann
veit að ekki hefði verið hægt að búa
til fleiri lykla án þess að ég hefði vit-
að.“ (sbr. rskj. 17.)
Að vísu er þetta meistaralega vel
ofið og Eggert Claessen fyllilega sam-
boðið, en öllum Oddfellowum hlýtur
að vera ljóst að uppistaðan í þessu
sönnunargagni er tilhæfulaus upp-
spuni, sem er tvímælalaust brot á lög-
um og siðalærdómum Oddfellow-regl-
unnar.
Reykjavík, 1. desember 1938.
Jóhann Árnason
Innlánsbók — Minnisbók.
Banki einn í Ameríku hefir nýlega
tekið upp þann sið, að endursenda
eyðilagðar innlánsbækur til viðskipta
manna sinna, sem hætt hafa viðskipt-
um.
Innlánsbókunum lætur bankinn
fylgja svohljóðandi bréf:
„Vér vonum að þér haldið áfram
eins og áður að telja yður í hópi hinna
ágætu viðskiptamanna banka vors, þó
að þessum reikningi hafi verið lokað.
Vér leyfum oss hérmeð að endur-
senda yður innlánsbók yðar, sem hefir
verið eyðilögð, til minningar um vin-
samleg viðskipti, sem vér vonum að
þér sjáið yður hag í að endurnýja
bráðlega“.
Barclays Bank Limited
50 ára.
Barclays Bank Ltd. hefir fyrir
stuttu sent út mikið og merkilegt
minningarrit í tilefni af fimmtíu ára
afmæli bankans 1936. Ritinu fylgja
landabréf, er sýna alla þá staði í heim-
inum, sem Barclays Bank hefir aðset-
ur.
Barclays Bank er enskur banki,
einn af „The big five“, en svo eru
fimm stærstu bankar Englands nefnd-
ir.
Fyrir það er starfsemi bankans ekki
einskorðuð við England, heldur er
starfsemi bankans rekin í 32 löndum
með samtals 3000 deildum.
Barclays Bank var stofnaður 1886
af kvekara nokkrum að nafni Robert
Barcley. Hann rak starfsemi bankans
í mjög smáum stíl. En sá maður, er
mestan þátt átti í að gera bankann að
þeim víðkunna heimsbanka, sem hann
er nú orðinn, hét Frederick C. Good-
enough. Núverandi forseti Barclays
Bank Ltd., er Sir John Caulcutt.
Elzta iðnaðarfyrirtæki heimsins.
Talið er að elzta iðnaðarfyrirtæki
í heimi sé í Falun í Svíþjóð. Fyrirtæk-
ið heitir Stora Kopparbergs Berg-
slags Aktiebolaget. Það var stofnað
árið 1225 og er því orðið 713 ára gam-
alt. Upphaflega var starfsvið félags-
ins að kaupa koparnámur, en með ár-
unum varð það víðtækara. Nú rekur
félagið margþætta starfsemi og fram-
leiðir vandaðan varning úr stáli,
timbri, pappír og fleiru.