Bankablaðið - 01.12.1938, Qupperneq 43

Bankablaðið - 01.12.1938, Qupperneq 43
BANKABLAÐIÐ 115 stefndur hafði til þess að skjóta sér undan að borga skápinn „Það er rangt að ég geti ekki full- yrt að ekki hafi verið gjörðir fleiri lyklar að skápnum en ég hef sagt og boðið að afhenda. Eg lét sjálfur gera þessa lykla. Eg hefi sjálfur yfirumsjón yfir skápnum á Ingólfshvoli, eins og Jóhanni Árnasyni, sem var Oddfellow þá er persónulega kunnugt um. Hann veit að ekki hefði verið hægt að búa til fleiri lykla án þess að ég hefði vit- að.“ (sbr. rskj. 17.) Að vísu er þetta meistaralega vel ofið og Eggert Claessen fyllilega sam- boðið, en öllum Oddfellowum hlýtur að vera ljóst að uppistaðan í þessu sönnunargagni er tilhæfulaus upp- spuni, sem er tvímælalaust brot á lög- um og siðalærdómum Oddfellow-regl- unnar. Reykjavík, 1. desember 1938. Jóhann Árnason Innlánsbók — Minnisbók. Banki einn í Ameríku hefir nýlega tekið upp þann sið, að endursenda eyðilagðar innlánsbækur til viðskipta manna sinna, sem hætt hafa viðskipt- um. Innlánsbókunum lætur bankinn fylgja svohljóðandi bréf: „Vér vonum að þér haldið áfram eins og áður að telja yður í hópi hinna ágætu viðskiptamanna banka vors, þó að þessum reikningi hafi verið lokað. Vér leyfum oss hérmeð að endur- senda yður innlánsbók yðar, sem hefir verið eyðilögð, til minningar um vin- samleg viðskipti, sem vér vonum að þér sjáið yður hag í að endurnýja bráðlega“. Barclays Bank Limited 50 ára. Barclays Bank Ltd. hefir fyrir stuttu sent út mikið og merkilegt minningarrit í tilefni af fimmtíu ára afmæli bankans 1936. Ritinu fylgja landabréf, er sýna alla þá staði í heim- inum, sem Barclays Bank hefir aðset- ur. Barclays Bank er enskur banki, einn af „The big five“, en svo eru fimm stærstu bankar Englands nefnd- ir. Fyrir það er starfsemi bankans ekki einskorðuð við England, heldur er starfsemi bankans rekin í 32 löndum með samtals 3000 deildum. Barclays Bank var stofnaður 1886 af kvekara nokkrum að nafni Robert Barcley. Hann rak starfsemi bankans í mjög smáum stíl. En sá maður, er mestan þátt átti í að gera bankann að þeim víðkunna heimsbanka, sem hann er nú orðinn, hét Frederick C. Good- enough. Núverandi forseti Barclays Bank Ltd., er Sir John Caulcutt. Elzta iðnaðarfyrirtæki heimsins. Talið er að elzta iðnaðarfyrirtæki í heimi sé í Falun í Svíþjóð. Fyrirtæk- ið heitir Stora Kopparbergs Berg- slags Aktiebolaget. Það var stofnað árið 1225 og er því orðið 713 ára gam- alt. Upphaflega var starfsvið félags- ins að kaupa koparnámur, en með ár- unum varð það víðtækara. Nú rekur félagið margþætta starfsemi og fram- leiðir vandaðan varning úr stáli, timbri, pappír og fleiru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.