Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 44

Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 44
116 fiANKABLAÐÍÍ) Sigurður Bjarklind: Minni Islands Flutt á bankamanna skemmtifundi „ísland ögrum skorið ég vil nefna þig“. Ég vil nefna það land, sem er svo með öllu okkar eign, að við vitum með visau hvenær það byggðist — hvað fyrstu landnemarnir hétu — já, hvað allir aðal-landnemar þess hétu, og hvar þeir völdu sér bústaði, hvaða nöfn þeir gáfu óðulum sínum, héruðum, fjöll- um og eyjum — hvernig þeir mynduðu nýtt þjóðfélag — sköpuðu dýrðlegar bókmenntir og varðveittu tunguna svo, að við enn þann dag í dag getum lesið fyrstu handrit þeirra. Og þetta lifandi samband milli lands og þjóðar hefir aldrei slitnað þrátt fyrir „eld og hungur ís og kulda, áþján, nauðir, svartadauða“. Væri það ekki dauðasynd, ef við nú, þegar allir hafa gert sér grein" fyrir þessu, glötuðum tungu og sjálfstæði þjóðarinnar. — Vissulega væri það dauðasynd. Úti í heimi „geisar eimi og aldrnari". Þar „leikr hárr hiti við himinn sjálfan", menningarþjóðir berj- ast bæði hver við aðra og inn á við, Getum við, sem hamingjan hefir gefið eyland úti í sænum, ekki lært af því? Jú, við ættum að geta það. Við erum áhorfendur að því hvernig lífið eyðir sjálfu sér og verðmætum sínum öllum í ófriðarlöndum. Við sitjum hér í full- um friði og heyrum aðeins óminn af skotdununum og neyðarópum þeirra, sem berjast. Við eigum ennþá laöd okkar 07 tungu. Gleymum því engan dag. Lát- um ekki skoðanamun og málastreitu eyða kröftum okkar fámennu þjóðar. Munum hver endir varð á okkar ófrið- aröld — Sturlungaöldinni. Sleppum því aldrei úr huga, að sú saga getur endurtekið sig, ef við gætum okkar ekki. Gleymum því ekki fyrir dægur- þrasi, að við eigum land — að við eig- um okkur sjálfa — að engin herskylda heimtar líf okkar og limu, börn okkar og buru. Að við erum sérstök óskabörn á meðal þjóða jarðarinnar, ef við kunnum með að fara. Að landið okkar, Island, er svo lítt numið land, af nútímanum, að við er- um enn þann dag í dag að finna: jök- uldali, fossa, laugar og hveri, sem eng- inn vissi um — að nú fyrst er farið að rannsaka óbyggðirnar og leggja þang- að vegi — að nú fyrst er verið að hefja leit eftir málmum í jörð, og byrja að notfæra sér hina brennheitu brunna jarðarinnar — að víðáttumikil, óyrkt lönd blasa við augum á löngum svæð- um, ef farið er um þjóðvegina. Kom- um auga á þetta, góðir Islendingar. — Höldum frið hver við annan og bein- um allir hug að því sama: „Að elska, byggja og treysta á landið“ — okkar fagra, hálfnumda land. Látum ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.