Bankablaðið - 01.12.1938, Page 46

Bankablaðið - 01.12.1938, Page 46
118 BANKABLAÐIÐ Hvað kostar að lila? Það er dýrt að lifa segir margur maðurinn. Það er ekki óalgengt að slík andvörp komi af vörum manna, þegar þeir telja saman tekjur sínar, og líta í þær áttir, þangað sem þeim á að dreyfa. Allstaðar blasir við sama viðhorfið. Hækkun og aftur hækkun. Matvæli, fatnaður, húsnæði, skattar og hvað annað, sem nafni má nefna, hefir hækkað í verði að talsverðum mun á undanförnum árum. Vísitala hagstofunnar vottar hækk- un á verðlagi nauðsynjavarnings á þann veg, að nú er svo komið að nær- fellt tvisvar sinnum dýrara er að lifa í landinu í dag en árið 1914. Þá var vísitalan 100, nú er hún 190. Þessar tölur eru þó hvergi tæmandi svar um hækkandi verðlag. Kröfur til lifnaðar hátta eru allt aðrar nú en 1914 og margfallt meiri. Fyrir það einungis er dýrara að lifa í dag en fyrir stríð. Norskir bankamenn hafa nýlega fengið hagstofuna í Osló til að reikna út mismun þess hvað kostaði fyrir meðal fjöldskyldu bankamanns að lifa um áramótin 1932—33 og í sept- ember 1938. Tafla hagstofunnar er sundurliðuð eftir hinum ýmsu kostn- aðarliðum. Til fróðleiks fyrir lesendur blaðsins birtum vér töflu norskra bankamanna. Hún er ágæt fyrirmynd að töflugerð, er íslenskir bankamenn ættu að fá samda og halda því síðan áfram. Til skýringar skal þess getið, að hin almenna vísitala er 170. Áramót 1932/33 125 157 194 172 104 198 160 Des. 1933 123 155 198 171 114 199 160 — 1934 131 154 201 175 117 203 165 — 1935 139 156 203 179 117 208 170 — 1936 142 168 215 189 121 213 176 Marz 1937 150 172 217 191 121 219 182 Júní 1937 156 178 224 197 121 224 187 Sept. 1937 163 187 252 197 138 229 194 Des. 1937 162 181 229 197 138 228 193 Marz 1988 163 186 229 199 138 228 193 Júní 1938 167 179 228 207 138 234 197 Sept. 1938 157 179 227 207 163 236 193 Snjallræði Víða kvarta kaupsýslumenn yfir, að lítið sé að gera í verzlunum á mánu- dögum. Sniðugur kaupsýslumaður, auðvitað í Ameríku, hefir fundið ráð til þess að fá fólkið til að koma í verzlun sína á mánudögum. Hann hefir hengt vekjaraklukku á vegg í verzluninni og þekur hana með dúk á mánudögum. En einhvern tíma dags á óákveðnum tíma hringir klukkan. En þegar það skeður, fær sá viðskipta- maður, sem þá er verið að afgreiða ó- keypis varning þann, sem hann hefir beðið um. Kaupsýslumaðurinn hefir hitt naglann á höfuðið! Á hverjum mánudegi er verzlun hans full af fólki og einkum kvenfólki.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.