Bankablaðið - 01.12.1938, Side 47

Bankablaðið - 01.12.1938, Side 47
BANKABLAÐIÐ 119 Ym islegt Þórarinn Benedikz bankaritari í Út- vegsbanka íslands h.f. lét af störfum í bankanum 30. nóvember síðastliðinn. Frá þeim tíma er hann ráðinn aðal- bókari hjá Shell á íslandi h.f. Þórarinn Benedikz kom i Útvegs- bankann 1. desember 1934. Starfs- tími hans í bankanum varð því aðeins rjett fjögur ár. Þórarinn tók mikinn þátt í félags- málum bankamanna og var í stjórn F.S.Ú.Í. undanfarin þrjú ár, fyrst gjaldkeri og síðan ritari. Hann var góður félagi og naut þar trausts sem og á öðrum sviðum. Nú hefir hann kosið að hafa vista- skipti. Við því verður ekkert sagt. Það er eftirsjá að slíkum starfs- manni og Þórarni. Eftirsjá fyrir bank- ann, viðskiptamenn hans og ekki sízt munu starfsfélagar hans í Útvegs- bankanum sakna hans. Þórarni Benedikz fylgja beztu óskir Bankablaðsins og félaga um hamingju og gengi í hinu nýhafna starfi og þakk- ir fyrir gott samstarf á undanförnum árum. Bjarni Jónsson fyrv. bankastjóri og Jón Maríasson aðalbókari voru meðal þeirra, er sæmdir voru riddarakrossi Fálkaorðunnar 1. des. síðastliðinn. Sveini Kaaber hefir verið veittur styrkur úr Námssjóði Landsbankans og mun hann fara utan í næsta mán- uði. Stefán Stefánsson varð 60 ára 5. þ. m. Aðalfundur F.S.L.Í. var haldinn 18. október síðastliðinn. — 1 stjórn voru kosnir: formaður Þorgils Ingvarsson, ritari Gunnl. G. Björnson, og gjald- keri Einar Þorfinnsson. Forsíöumyndirnav eru teknar af Páli Jónssyni. Hjúskapar-»obligo« Svanbjörn Frímannsson og Hólm- fríður Andrésdóttir. Karl Johnson og Sigríður Kristins- dóttir. Bankablaðið óskar til hamingju.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.