Bankablaðið - 01.12.1938, Page 48

Bankablaðið - 01.12.1938, Page 48
120 BANKABLAÐIÐ Til gamans Ung stúlka kom í banka með ávís- un, er hún vildi fá borgaða út. Gjald- kerinn bað stúlkuna að framselja á- vísunina. Stúlkan vissi ekki hvað það var. Gjaldkerinn vildi leiðbeina stúlk- unni, og sagði henni að skrifa aftan á ávísunina nafn sitt á sama hátt og hún væri vön að skrifa undir sendibréf. Stúlkan ritaði vandlega á ávísunina: „Þín elskulega Stína“. Gömul kona, er hafði beðið nokkuð lengi eftir afgreiðslu í banka, gerðist all-óróleg og hreytti út úr sér: „Þetta er meiri afgreiðslan“. Manni einum, er var nærstaddur varð litið um salinn og sagði: „Já, hún er stór“. Andrés og Friðrik voru nábúar. Andrés var Skoti, en Friðrik Gyðing- ur. Þeir bjuggu báðir við sömu götu á fjórðu hæð, andspænis hvor öðrum. Kona Andrésar var gengin til hvílu en Andrés gekk um gólf í svefn- herberginu og var þungt hugsandi. „Hvað gengur að þér, vinur minn, hví kemurðu ekki að hátta?“ „Ég get það ekki“, sagði Andrés. „Ég skulda Friðrik þúsund krónur. Á morgun er gjalddagi og ég hefi engan eyri til að borga með“. „Vertu rólegur“, sagði konan, þaut upp úr rúminu út að glugga og opn- aði. Hún hrópaði hástöfum: „Friðrik, Friðrik!“ Friðrik kom út í gluggann hinum megin við götuna. „Maðurinn minn skuldar þér þús- und krónur og á að borga þær á

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.