Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 50
122
BANKABLAÐID
Lög Sambands íslenzkra ban kamanna
Löyin, ein.s og gengið var frá þeim á síðasta aðalfundi, eru svohl.jóð-
andi:
1. gr. Sambandið heitir: Samband íslenzkra bankamanna.
Bankamenn, í lögum Jjessum, teljast allir starfsmenn banka og spari-
sjóða hér á landi.
Stofnendur sambandsins: Félag starfsmanna Landsbanka íslands og
félag starfsmanna Útvegsbanka íslands h/f.
2. gr. Tilgangur sambandsins er:
a. Að vinna að skipulagðri félagsstarfsemi íslenzkra bankamanna,
b. að gæta hagsmuna bankamanna í hvívetna og hafa á hendi forustu
fyrir þeim út á við í þeim málum, er snerta starf og k.jör sambands-
félaga almennt.
3. gr. Rétt til þátttöku í sambandinu hafa félög bankamanna, er hlýta
vilja iögum sambandsins, og á sama hátt einstakir bankamenn, þar sem
ekki eru starfandi félög. Hver einstakur meðlimur starfsmannafélags telst
sambandsfélagi með fullum réttindum og skyldum.
Ekki getur þó nema eitt félag við hver.ja bankastofnun orðið meðlimur
sambandsins, enda sé meir en helmingur starfsmanna við stofnunina með-
iimir þess. Enníremur geta verið styrktarfélagar, félagar, sem áður hafa
verið meðlimir sambandsins, en eru ekki lengur starfandi bankamenn, án
þess að hafa verið vikið úr stöðu sinni. Styrktarfélagar hafa hvorki atkvæð-
isrétt á fundum né eru kjörgengir í st.jórn sambandsins.
4. gr. Nú vill félag ganga í sambandið, og skal þ'á st.jórn þess senda sam-
bandinu skriflega beiðni um það, ásamt útdrætti úr fundargerð, er sýni, að
lögmætur fundur í félaginu hafi samþykkt að ganga í sambandið, skrá yfir
alla meðlimi sína og lög félagsins. Vilji starfsmaður í banka eða sparisjóði,
sem ekkert starfsmannafélag er við, ganga í sambandið, skal hann senda
skriflega beiðni um það til sambandsins. Stjórn sambandsins úrskurðar um
beiðnina og tilkynnir úrslit innan tveggja vikna.
5. gr. Aðalfundur skal haldinn í októbermánuði ár hvert. Aðalfund
skal boða með skriflegri tilkynningu til félagsstjórna og einstakra meðlima,
sem ekki eru félagsbundnir eða með 'auglýsingu í Bankablaðinu. Félags-
stjórnin sjái um nánari birtingu fundarboðsins. í fundarboði skal greina
fundarefni. Önnur málefni má taka til umræðu á fundinum, ef % fundar-
manna samþykkja það, enda sé helmirigur félagsmanna, búsettra í Reykja-
vík, á fundi.
Þeir sambandsfélagar, sem búsettir eru utan Reykjavíkur eða fjarver-
andi eru úr bænum, geta gefið öðrum félagsmönnum umboð til þess að
mæta fyrir sína hönd á aðalfundum og greiða atkvæði í sínti rmfni. Aðal
fundur er lögmætur, ef hanr: hefir verið löglega boðaður eftir úrskurði
íundarst jóra.
6. gr. Stjórn sambandsins, sem kosin er til eins árs í senn á aðalfundi,