Bankablaðið - 01.04.1953, Page 16
að bera fram tillögu unr allsherjarlauna-
lækkun. Félagsmenn voru kvattir til að
standa saman, og bankamenn almennt
þjöppuðu sér saman og mynduðu samtök.
Þar samþ. að athuga málið í samráði við
Starfsmannafélag Útvegsbankans og að
vinna að stofnun Sambands ísl. banka-
manna.
ÁRIÐ 1935: Miðvikudaginn 30 janúar er
skotið á fundi og látin frani fara prófkosn-
ing um menn af hálfu félagsins í stjórn
Sambands ísl. bankamanna. Yfirgnæfandi
meirihluti fundarmanna samþykkti Harald
Jóhannessen senr forsetaefni og þá F. A.
Andersen og Einvarð Hallvarðsson. Þá var
haldinn fundur um fyrirlruguð hátíðahöld
á 50 ára afmæli bankans. Á þeim fundi vor
kosin nefnd til að lrrinda í framkvæmd
nryndasafni af starfsmönnunr bankans, á-
samt skýrslum um störf þeirra. Þá var á
fundi 3. október rætt um stöðuveitingar r
Útvegsbankanum, en tilmæli höfðu borist
unr, að mál þetta væri rætt frá stjórn Samb.
ísl. bankamanna og var gerð eftirfarandi
samþykkt:
„í tilefni af skýrslu þeirri, frá starfs-
mannafélagi Útvegsbanka íslands h. f.
sem lesin var upp á þessum fundi viðvíkj-
andi stöðuveitingum í bankanum, lýsir
fundur Félags starfsmanna Landsbanka
íslands fyllstu vanþóknun sinni á meðferð
Útvegsbankastjórnarinnar á starfsmönnum
bankans í máli þessu og skorar á stjórn
Sambands ísl. bankamanna, að standa
óskift með Starfsmannafélagi Útvegsbanka
íslands h. f. gegn jafn augljósu ranglæti.“
Staða sú er hér um ræðir er Útibússtjóra-
staða Útvegsbanka íslands h. f. á Akureyri.
Þá hafði F.S.L.Í. borist myndarleg pen-
ingagjöf frá Landsbankanum til stofnunar
námssjóðs í tilefni af 50 ára afmæli bank-
ans, og var á þessum fundi skipuð nefnd
til að sernja reglugerð fyrir sjóð þennann.
6 BAN KABLAÐ IÐ