Bankablaðið - 01.04.1953, Side 30
Eftir að hinn nýi bankastjóri tók við
störfum fór formaður Starfsmannafélagsins
á fund hans og óskaði góðrar samvinnu við
hann um málefni bankans og starfsmanna
svo sem verið hefir ávalt innan stofnunar-
innar. Er það trúa vor að svo verði og
hyggjum vér á gott samstarf.
Tveim dögum áður en núverandi forseti
íslands tók við embætti hélt starfsfólk Út-
vegsbankans honum kveðjusamsæti í hátíða-
sal bankans. Var þar fjölmenni mikið og
margar ræður fluttar. Var Ásgeir Asgeirsson
kvaddur með virðingarorðum og vinar-
kveðjum og honum og konu hans færðar
árnaðar- og liamingjuóskir.
Kveðjuhóf þetta endurguldu forseta-
hjónin með því að bjóða bankastjórn og
félagsmönnum starfsmannafélagsins að
Bessastöðum þann 1. nóv. síðastliðinn.
Nutu félagsmenn þar mjög ánægjulegrar
gleðifundar og mikillar gestrisni. Færðu
þeir forsetanum skrautritað ávarp undirrit-
uðu af starfsmönnum bankans með árnaðar-
óskum og þakkarorðum, en formaður starfs-
mannafélagsins flutti ræðu og forsetinn
Jjakkaði.
Á jnettandanum háði lið úr starfsmanna-
félagi IJtvegsbankans keppni við lið úr
Landsbankanum í spurningaþætti Ríkisút-
varpsins og lauk Jseirri viðureign með sigri
Útvegsbankans.
Formaður kjörstjórnar, Guðjón Halldórs-
son, lýsti úrslitum stjórnarkosninga og
höfðu atkvæði fallið þannig:
Adolf Björnsson hlaut 74 atkvæði.
Guðmundur Einarsson hlaut 39 atkvæði.
Guðjón Halldórsson hlaut 34 atkvæði.
Sig. Guttormsson hlaut 33 atkvæði.
Birna Björnsdóttir hlaut 31 atkvæði.
Var Adolf Björnsson kosinn formaður,
en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með
sér verkum.
STARFSMANNA LANDSBANKANS
Að undanförnu hefir mikið verið um
Jaað rætt meðal starfsfólks Landsbankans,
hvort ekki væri tímabært að setja á stofn
mötuneyti í bankanum og starfsfólkið hætti
að fara heirn til hádegismatar.
Nokkuð hafa verið skiptar skoðanir um
málið og ekki eru líkur til að það fyrirkomu-
lag komist á í næstu framtíð. Hinsvegar hafa
jreir sem lengst hafa átt að, haft þann hátt
á að hafa með sér matarpakka og bankinn
hefir skapað aðstöðu í kaffistofunni til, að
þeir sem jaað vildu, fengu kaffi, te og
mjólk og stutt að öðru leiti þá, sem vildu
njóta hádegismatar og hvíldar hér í bank-
anum.
Reynslan sem fengist hefir í þessu máli,
hefir orðið til þess að áhugi fyrir mötu-
neyti hefir farið vaxandi.
Nokkrir starfsmenn sendu stjórn Starfs-
mannafélagsins skriflega áskorun um að
taka jjetta mál til meðferðar, og eftir nokkra
athugun var málið lagt fyrir fund í Starfs-
mannafélaginu og fyrir stjórn bankans, sem
tók málinu mjög vel. Að fengnu samþykki
bankastjórnarinnar var samþykkt að setja
mötuneytið á stofn og tók jtað til starfa 15.
apr. s.l. Munu milli 20—30 starfsmenn vera
Jtar í föstu fæði. Tvær starfsstúlkur vinna í
eldhúsinu, en Anton Halldórsson sér um
dagleg innkaup og rekstur þess.
Er hér um að ræða hagræði fyrir þá, sem
hafa jjurft að kaupa hádegismat á matsölu-
húsum, svo og hina sem hafa verið með
„skrínukost“ í hádeginu. Þetta fyrirkomu-
lag sem nú er, hefur gefið góða raun og
jjakkir beir jjeim sem komið hafa mötu-
neytinu í framkvæmd.
X.
20 BANKABLAÐIÐ