Bankablaðið - 01.12.1978, Page 25

Bankablaðið - 01.12.1978, Page 25
stækkandi, og félögum fjölg- andi, er mikill hugur í fólki að kaupa jafnvel annan sum- arbústað. Að höfðu samráði við starfsfólk, var opnunartíma bankans breytt þann 1. okt. sl. Var það gert til samræmis við breyttan opnunartíma annarra einkabanka. Árshátíð F.S.A. var haldin 4. nóv. sl. í hliðarsal Hótel Sögu. Reyndist það hin ágæt- asta veisla og var gleði mikil. Með bankastjórann sem for- söngvara í fjörugum söngv- um, náðist snemma mjög góð- ur andi, sem gerði hátíðina eftirminnilega og sérstaklega skemmtilega. Frá Starfsmannafélagi Reiknistofu bankanna Aðalfundur Starfsmannafé- lags Reiknistofu bankanna var haldinn þann 16. mars 1978. Hefðbundin aðalfundar- störf fóru fram með venjuleg- um hætti. Björn Gunnarsson sem ver- ið hefur formaður félagsins undanfarin tvö ár baðst ein- dregið undan endurkosningu. Nöfn núverandi stjórnar- manna voru birt í síðasta bankablaði. Kosning í nefndir fór sem hér segir: Kjararáð: Gísli Jafetsson, Ólöf Þráinsdóttir. Skemmtinefnd: Ingibjörg Tómasdóttir, Pálmi Bjarnason. íþróttanefnd: Guðbrandur K. Jónsson, Magnús Dan Bárðarson. Orlofsheimilanefnd: Gísli Jafetsson, Rolf Hansen. Mikill uppgangur var í fé- lagslífi starfsmanna Reikni- stofunnar á árinu, enda starfsmenn stofnunarinnar ungir að árum. Á vegum skemmtinefndar hafa verið haldnar nokkrar skemmtanir. Ber þar hæst árs- hátíð félagsins er haldin var í febr. og haustfagnaður sem haldinn var í nóvember. Auk þess hefur skemmtinefnd gengist fyrir tveimur mynda- kvöldum þar sem starfsmenn hafa sýnt myndir úr ferðalög- um sínum. Hafa verið sýndar myndir frá Kína, Tyrklandi, Krít og fleiri stöðum. Auk of- angreindra liða eru á dagskrá skemmtinefndar leikhúsferðir og spilakvöld. í apríl var haldið hið árlega hraðskákmót S.R.B. þar sem keppt er um titilinn hrað- skákmeistari S.R.B. Þátttaka í mótinu var góð eða um helmingur starfsmanna. Eftir harða keppni stóð Ólöf Þrá- insdóttir uppi sem sigurvegari mótsins. Sigraði hún alla and- stæðinga sína nema einn, Níels Skjaldarson, en hann lenti í öðru sæti. íþróttanefndin gengst fyrir vikulegum íþróttaæfingum í félagsheimili KR. íþróttaflokk- BANKABLAÐIÐ 19

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.