Bankablaðið - 01.12.1979, Side 43

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 43
Þórður B. Sigurðsson, lorstöflumaður Reiknistofu bankanna: 80 afgreiðslustaðir njóta þjónustu RB í upphafi erindis síns fjallaði Þórður B. Sigurðsson uin vélakost bankanna á árunum upp úr lokum síðari heimsstyrjaldar, þegar hann hóf störf í banka. A hverju vinnuborði var {}á Victor samlagningarvél með 100 takka borði og sveil á hliðinni til þess að draga inn- stimplaða tölu inn í reikniverkið. Að vísu var ein slík vél rafknúin í Búnaðarbankanum þar sem Þórður starfaði og auk þess tvær 10 takka rafknúnar Remington-vélar. Meginvinnan um hver áramót á þeim dögum var samlestur á strimlum til leiðréttingar á upptökuvillum. Þessar vélar lögðu við og drógu frá, en við vaxtareikning allan voru notaðir svonefndir „rokkar“, handsnúnir. A 5. áratugnum tóku vélknúnar samlagn- ingar- og margföldunarvélar að leysa hand- knúnu vélarnar af hólmi, og þar með staðnaði tækniþróun í bönkum hérlendis í um það bil 20 ár. Vélum Ijölgaði að vísu með vaxandi verkelnum og teknar voru í notkun bókhalds- vélar, NCR, Kienzle og Olivetti til að bóka í sparisjóðsbækur og á spjöld, en að meginuppi- stöðu voru þær vélar byggðar á sömu tækni og vélknúnu samlagningarvélarnar. Þessar vélar eru enn í dag í notkun. Arið 1964 varð vendipunktur í tækniþróun íslenskra banka. Þá tók Verslunarbanki Islands h.f. IBM-rafreikni á leigu að hálfu á móti Eim- skipafélagi Islands h.f. Þessi rafreiknir var af gerðinni IBM 360/20, tegund 4 með tveimur seguldiskum, vél til lestrar, röðunar og götunar spjalda og jjrentara, sem skrilaði 350 línur á mínútu. Þremur árum síðar fékk Landsbanki íslands rafreikni af sömu gerð, en tegund 5 og Iðnaðar- Þórður B. Sigurðsson, forstöðumaður RB. banki íslands h.f. fékk IBM System 3 árið 1972. Vélakostur Landsbankans og Iðnaðarbank- ans er ennþá í notkun að mestu óbreyttur, en Verslunarbankinn skipti um rafreikni á þessu ári og helur nú vél af gerðinni Digital PDF 11/34. Hinir bankarnir fimm hafa ekki leigt eða keypt rafreikni, heldur tóku þeir í byrjun þessa áratugar að kaupa rafreikniþjónustu hjá öðr- um. Utvegsbankinn hjá Iðnaðarbanka og Bún- aðarbankinn hjá IBM, en Samvinnubankinn og síðar Alþýðubankinn hjá SÍS. Og enn má bæta við Sparisjóði Reykjavíkur og nágxennis, sem fékk rafreikniþjónustu hjá Sláturfélagi Suðurlands. í byrjun árs 1972 var ákvörðun tekin um stofnun Reiknistofu bankanna og undirbún- ingur hafinn. Fyrsti starfsmannahópurinn réð- BANKABLAÐIÐ 27

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.