Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 25
25
Fengnir voru að láni ýmsir gamlir
munir hjá elstu bönkunum, Lands-
banka, Útvegsbanka og Búnaðar-
banka, t.d. gamlar myndir, handfærðar
sparisjóðsbækur, innsigli og hand-
knúnar skrifstofuvélar. Margir sýn-
ingargestir minntust þessara véla í
notkun og þekktu ýmsa af myndunum.
Til þess að sýna örlitla mynd af
störfum kvenna í bönkum nú, var
fengin í Landsbanka gjaldkerasam-
stæða sem nú er víða komin í notkun og
notuð verður þegar hin margumtalaða
Ibeinlína verður komin á. Sýnt var
hvernig unnið er á vélar þessar og
skemmtu sýningargestir sér við að
I reyna sjálfir. Ekki höfðu sýningar-
gestir minni áhuga á að skoða og reyna
nýjasta sjálfsafgreiðslutækið, tölvu-
banka frá Iðnaðarbankanum sem var í
fullri starfsemi.
Eins og áður sagði var líka ætlunin
að lýsa þeim breytingum sem orðið
hafa á stöðu kvenna í bönkum síðustu
áratugina. Kristínarnar tvær í hópnum
drógu upp litrík línurit af röðun karla
og kvenna í launaflokka árin 1977 og
1985. Sýna þessi línurit að þokast hefur
í rétta átt þótt betur megi ef duga skal.
Undirbúningshópnum þótti mikils um
vert, hver staða þeirra yrði í fram-
tíðinni. Var því efnt til getraunar um
„hvenær fyrsta konan yrði aðalbanka-
stjóri á íslandi”. Mikill fjöldi sýn-
ingargesta tók þátt í getrauninni og
vakti hún mikla umræðu og athygli.
Það var frá upphafi markmið undir-
búningshópsins að hafa þessa sýningu
á störfum kvenna í bönkum, lifandi og
fræðandi. Til þess að þetta mætti
takast þurfti að fá fjölda kvenna til
starfa alla sýningardagana og þar
brugðust ekki bankakonur frekar en
venjulega.
Reyndist mjög auðvelt að fá konur til
starfa og alls unnu yfir 40 bankakonur
við sýninguna þessa átta daga.
Hér hefur verið stiklað á stóru og
reynt að lýsa sýningunni en ekki
undirbúningnum og allri þeirri vinnu
og tíma sem í hann fór.
Við sem að þessu unnum erum sam-
mála um, að þótt október 1985 hafi
verið erfiður tími, þá hafi hann verið
lærdómsríkur og skemmtilegur og
vonandi árangursríkur.
Guðrún Hansdóttir.
Hraðbankar
Innan fárra vikna mun Iðnaðar-
bankinn fá samkeppni frá hinum bönk-
unum varðandi tölvubankana sína.
Aðrir bankar og sparisjóðirnir munu
þá taka 10 sjálfsafgreiðslutæki í
notkun. Samstarfsnefnd undir stjórn
Helga Steingrímssonar hefur unnið að
þessu verkefni. Við fengum þær upp-
lýsingar hjá honum og Sveini Sveins-
syni að það væri stutt í að hraðbank-
arnir verði teknir í notkun. Kerfis-
prófun færi fram í desember og sjálf
þjónustan hæfist í byrjun næsta árs.
í þessum áfanga verða teknir í
notkun 10 hraðbankar. Þeir verða stað-
settir á eftirtöldum stöðum:
í afgreiðslu Búnaðarbankans að
Hlemmi og í Garðabæ. í afgreiðslum
Landsbankans í Breiðholti og á Akur-
eyri. í útibúi Samvinnubankans við
Háaleitisbraut og hjá Sparisjóði vél-
stjóra. Þar fyrir utan verða hrað-
bankar í Landspítalanum og Borgar-
spítalanum.
Þessi þjónusta bankanna verður
samtengd, þannig að viðskiptavinur
eins banka getur notað sér alla hrað-
bankana, sama hvaða bankastofnun
hýsir þá.
Augnskoðun/hvíld.
Með nýjum vinnubrögðum og nýjum
tækjum er oft hætta á vandamálum,
nema fyrirbyggjandi aðgerðum sé
beitt. Ég vil benda mönnum á, að vegna
vinnu við tölvuskerma er nauðsynlegt
að fólk fari í augnskoðun. Einnig
verður að skipuleggja vinnu við skjái
með tilliti til þess, að nægileg og
regluleg hvíld er nauðsynleg til að
vinna á móti streitu og einhæfum
vinnustellingum. Einnig þarf að kenna
réttar vinnustellingar og rétta með-
ferð tækjanna.
Upplýsingar til starfsmanna.
Ég held að bankarnir geri sér ekki
almennt grein fyrir, hversu mikilvægt
er að starfsmenn fai góðar upplýsingar
um það sem er að gerast á hverjum
tíma. Því er ekki að neita, að mjög mikil
hreyfing hefur verið á fólki í bönk-
unum. Við höfum fengið fregnir af
einni meðalstórri deild, þar sem 40
starfsmenn höfðu farið í gegn á 5
árum. Það er hvorki bönkunum né
starfsfólki þeirra til framdráttar, að
þetta ástand sé lengi við lýði. Oft gefst
fólk hreinlega upp.því svo mikið er að
ske í bönkunum, en starfsfólkið
er oft þeir síðustu sem frétta það.
Bankamannaskólinn.
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
að það fá ekki allir nýliðar að fara í
Bankamannaskólann. Þetta á ekki að-
eins við um þá sem búa úti á landi,
heldur eru einnig margir hér í næsta
nágrenni við skólann sem ekki fara í
skólann. Það þarf a.m.k. að tryggja það,
að þessir starfsmenn fái svipaða
fræðslu og skólinn veitir. Menn mega
ekki gleyma því, að þessi fræðsla fyrir
nýliða er hluti af umsömdum kjörum.
Sendum Sambandi íslenskra
bankamanna og félögum þess
bestu óskir um gleðileg jól og
farsælt komandi ár.
Eyrasparisjóður,
Sparisjóður Akureyrar,
Sparisjóður Glæsibæjarhrepps,
Sparisjóður Norðfjarðar,
Sparisjóður Siglufjarðar,
Sparisjóður Svarfdæla,
Sparisjóður Vestmannaeyja,
Sparisjóður V-Húnavatnssýslu.