Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 36

Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 36
36 Frá starfsmannafélögunum nefndin allan veg og vanda af henni. Fjölmenni sótti hátíðina og skemmtiat- riðin, sem voru samin og flutt af starfsmönnum bankans, slógu svo sannarlega í gegn. 30. maí stóð nefndin fyrir „opnu húsi” þar sem var kynning á snacki og víni og Heiðar Jónsson, snyrtir, var með hressilega dagskrá sem stóð yfir í rúmar 2 klst. Hinn árlega haustfagnað starfsmanna átti að halda með pompi og pragt 4. október en varð að fella niður vegna dræmrar þátttöku. Farið var að sjá Litlu hryll- ingsbúðina 31. október, námskeið í jólaföndri verður í byrjun desember og undirbúningur er hafinn að jólatrés- skemmtun fyrir börn starfsmanna. Þá stóðu skemmtinefnd og íþróttanefnd saman fyrir fjölskylduferð í Þórs- mörk, dagana 6. og 7. júlí. Á vegum íþróttanefndar taka félags- menn þátt í ýmsum keppnum á milli bankanna svo og firmakeppnum. Knattspyrna og handknattleikur eru æfð af kappi og einnig golf. Þá hafa starfsmenn glæsilega aðstöðu til líkamsræktar í líkamsræktarstöðinni sem rekin er fyrir starfsmenn í Breiðholtsútibúi. Einnig er nokkuð um samskipti við erlenda banka og þeir ýmist sóttir heim eða boðið til keppni erlendis. Á afmælismóti SÍB komust lið Landsbankans í úrslit í öllum þeim boltagreinum, sem þau tóku þátt í, þ.e. handknattleik og knattspyrnu kvenna og karla og körfuknattleik karla. Vannst sigur í öllum þessum greinum nema knattspyrnu kvenna. Árlega keppa starfsmenn í Reykjavík við starfsmenn af landsbyggðinni í sex- þraut. í ár fór keppnin fram á Akureyri og lauk henni með glæsilegum sigri landsbyggðarmanna. í maí komu hingað starfsmenn frá Sparebanken Oslo Akershus. Kepptu þeir við kvenna- og karlalið Landsbankans, karlalið Verslunarbankans og kvenna- lið Iðnaðarbankans og sigruðu lið Landsbankans á þessu móti. í vor var haldið í fyrsta sinn Landsmót Lands- bankans í golfi. Var það haldið á Hvolsvelli og keppt í kvenna- og karlaflokki. Mótið tókst það vel að ákveðið hefur verið að gera það að árlegum viðburði. í október fór karla- lið Landsbankans í keppnisferð til London. Var keppt í knattspyrnu og golfi við lið frá Scandinavian Bank, Midland Bank, Lloyds Bank og Hambrose Bank. Ekki brugðust okkar menn þar frekar en fyrri daginn, unnu þrjá knattspyrnuleikina, gerðu jafn- tefli í þeim fjórða og í golfinu skiptust liðin á að sigra. Þá stendur nefndin árlega fyrir geysivinsælum þrettánda- fagnaði. Á vegum Taflnefndar tók sveit þátt í afmælismóti SÍB. Voru þar saman komin úrvalslið og tefldar 9 umferðir. Jóhann Örn Sigurjónsson, Landsbank- anum, varð þar í 2. sæti með 7 112 vinning á eftir Birni Þorsteins- syni, Útvegsbankanum, er einnig hlaut 7 112 vinning. Á starfsárinu ber hæst þátttaka í Skákkeppni stofnana og í sveitakeppni er Flugleiðir halda. í Stofnanakeppninni unnust tveir sér- staklega sætir sigrar, er Vilhjálmur Pálsson vann landsliðsmanninn Hrafn Loftsson og Jóhann Örn vann stór- meistarann Friðrik Ólafsson. 24 sveitir tóku þátt í Loftleiðamótinu. Er það ár- legt mót með þátttöku fyrirtækja og taflfélaga víðs vegar að af landinu. Sparisjóðurinn í Kef lavík Sjóður Suðurnesjamanna Við sendum starfsmönnum banka og sparisjóða um land allt bestu nýársóskir og þökkum kærlega fyrir samstarfið!

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.