Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 37

Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 37
37 Hér er óspart tekið til matar síns, enda er grillmatur hvergi betri en úti í guðsgrænni náttúrunni. Sveit Landsbankans, skipuð þeim Hilmari Viggóssyni, Jóhanni Erni og Vilhjálmi, lenti í 12. sæti. Spilanefnd sér um að halda mönnum við efnið í bridge og félagsvist. Á af- mælismóti SÍB í bridge var keppt í tveimur riðlum og vannst annar af Þor- steini Laufdal og Þresti Sveinssyni frá Landsbankanum. Landsbankamenn sendu eina sveit til þátttöku í Stofn- anakeppni í bridge og stóð hún sig frábærlega, lenti í 2.—4. sæti af 28 sveitum. í október stóð nefndin fyrir kynningu á Tarot spilunum og varð þar margur bæði fróðari og forvitnari um leyndardóma þeirra. Seljanefnd hefur umsjón með orlofs- húsum Landsbankans. Starfsmannafé- lagið hefur nú til afnota 14 hús í Selvík við Álftavatn, 5 í Fnjóskadal og 1 við ísafjörð. Starfsmannafélagið stendur árlega fyrir vinnuferð í Selvík og er þá unnið að ýmsum lagfæringum og hlúð að gróðri. Öll sú aðstaða sem þar er boðið upp á er óspart nýtt, s.s. mini- golfið, gufubaðið og sólarlampinn. Margur tekur veiðistöngina með sér er hann rær út á vatnið og tekst stundum að krækja í fisk. Senn líður að því að félagsmiðstöðin í Selvík verður tekin í notkun. Er það mikið tilhlökkunarefni því þar verður aðstaða fyrir kennslu og ýmis konar fræðslu fyrir félagsmenn. Styrkir úr námssjóði. Stjórn Námssjóðs annast úthlutun úr sjóðnum. Eru það styrkir til kynnis- ferða erlendis og námsstyrkir til auk- innar menntunar. Fyrir árið 1985 voru veittir 6 kynnisfararstyrkir og hlutu þá: Hilmar Viggósson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Málhildur Traustadótt- ir, Sigurður Jóhannsson, Sveinn Sveinsson og Þóra Stefánsdóttir. Námsstyrkina, 7 að tölu, hlutu: Ásta Árnadóttir til 3ja mán. náms í Eng- landi, Guðjón Gunnarsson til 6 vikna náms í Englandi, Kristín Benedikts- dóttir til 2ja mán. náms í Bandaríkj- unum, Ragnhildur Ásmundsdóttir til 3ja mán. náms í Englandi, Sigurður Ó. Pétursson til 2ja mán. náms í Svíþjóð og Soffía Bragadóttir til 2ja mán. náms í Danmörku. Trúnaðarmenn. Trúnaðarmenn félagsins eru mjög mikilvægur hlekkur í allri starfsemi félagsins. Þeir eru tengiliðir starfs- manna við stjórn F.S.L.Í., við S.Í.B. og yfirmenn bankans. Af þessu má sjá að starf þeirra er mjög ábyrgðarmikið og hefur stjórn F.S.L.Í. því ávallt kapp- kostað að hafa sem best tengsl við þá. Skrifstofa F.S.L.Í. Sumarið 1984 urðu starfsmanna- skipti á skrifstofu F.S.L.Í. Björg Árna- dóttir, sem var fyrsti starfsmaður fé- lagsins lét af störfum og við tók Guðrún Anna Antonsdóttir, er áður hafði starfað í 18 ár hjá Landsbank- anum. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum atriðum úr starfi F.S.L.Í. Að lokum eru settar fram óskir um að sem flestir starfsmenn Landsbankans verði virkir í starfsmannafélaginu og stuðli þannig að öflugu félagsstarfi bankanum og starfsmönnum til hags- bóta. Afmæli Það gerist ekki oft að sama mann- eskjan starfi í fimmtíu ár á sama vinnustaðnum. Þetta á nú samt við um hana Þorbjörgu Björnsdóttur í endur- skoðunardeild Landsbankans. Okkur finnst tilvalið að birta hér mynd af Þorbjörgu og greinarstúf sem Þorkell Egilsson ritaði í Fréttabréf þeirra. Á 50 ára starfsafmæli Þorbjargar. Kristín Þorvaldsdsóttir, Gunnar Hans Helgason, Þorbjörg Björnsdóttir, Sigurjón Gunnarsson og Tryggvi Hjörvar. 50 ára starfsafmæli Hún Tobba er alveg met, enda setti hún eitt hér á dögunum, sem engar líkur eru á að verði nokkurn tíma slegið. Hinn 8. maí sl. hafði hún unnið í endurskoðunardeildinni í 50 ár. Hún hefur verið virkur þátttakandi í breytingum en alltaf, á sinn hreina og beina hátt haft vönduð vinnubrögð, alveg óhrædd við að segja þeim til syndanna sem ekki standa nógu vel að verki og eiga að vita betur. Oftast hjálpar hún þó og leiðbeinir og er mikið leitað til hennar um aðstoð frá af- greiðslustöðum bankans um allt land. Vinnufélagar í deildinni eru orðnir margir. Fjöldi ungs fólks hefur lent í uppeldi hjá Tobbu. Henni hefur meira að segja tekist að kenna sumum mannasiði. Á þessum tímamótum óska ég bankanum og okkur samstarfs- mönnum öllum til hamingju með hana Tobbu, en henni sjálfri alls velfarnaðar í framtíðinni.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.