Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 26
26
Jóhannes Magnússon
deildarstjóri
Þormóður Ögmundsson
Þormóður Ögmundsson fyrrverandi
aðstoðarbankastjóri Útvegsbankans
lést þann 25. september sl. 75 ára að
aldri.
Hann hóf störf sem lögfræðingur hjá
Útvegsbankanum árið 1937. 1967 varð
Þormóður aðstoðarbankastjóri og
gegndi því starfi þar til 1980 að hann
hætti störfum fyrir aldurs sakir.
Frá árinu 1941 var Þormóður virkur
þátttakandi í stjórn Sambands ísl.
bankamanna í 7 ár.
GuðniJóhannsson
Þann 2.11’85 lést Guðni Jóhannsson
fyrrverandi starfsmaður Fiskveiða-
sjóðs íslands.
Hann var fæddur 8.10.1905 og var
því áttræður er hann lést.
Fæddur 4. maí 1932
Dáinn 18. maí 1985
Hann varð bráðkvaddur á heimili
sínu, Neshaga 4, laugardaginn 18. maí
síðastliðinn.
Jóhannes fæddist á Móum á Kjalar-
nesi 4. maí 1932. Foreldrar hans voru
Sigrún Árnadóttir og Magnús Þórðar-
son, bóndi þar. Jóhannes var yngstur
ellefu barna þeirra hjóna. Bræðurnir
voru tíu og ein systir. Á lífi eru þrjú,
Magnús, fulltrúi í Afurðasölu SÍS, Ár-
sæll, umdæmisstjóri Pósts og Lands-
síma íslands á Akureyri, og Þorbjörg
eftirlaunaþegi.
Á kreppuárunum, árið 1932, skömmu
eftir fæðingu Jóhannesar, brugðu þau
hjón, Sigrún og Magnús, búi á Móum,
enda leiguliðar og höfðu ekki fjárráð
til þess að festa kaup á jörðinni.
Fluttust þau hjónin með börnin níu,
sem á lífi voru, til Reykjavíkur í íbúð er
þau keyptu á Framnesvegi 1C. Síðar
fluttist fjölskyldan að Fjölnisvegi hér í
borg. Magnús stundaði eftir það
verkamannavinnu í Reykjavík, fyrst
hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og
síðan hjá Reykjavíkurborg. Hann and-
aðist 1945. Sigrún varð bráðkvödd á 23.
aldursári Jóhannesar, 4. maí 1955.
Hafði hún þá misst sjö af tíu sonum
sínum.
Jóhannes Magnússon naut aðeins í
uppvexti barnaskólanáms. Eftir ferm-
ingu réðst hann til sendiferða í Út-
vegsbanka íslands og var við þá iðju í
tæp þrjú ár.
Hann hóf síðan verzlunarstörf, fyrst
hjá bróður sínum og síðan hjá ýmsum
þekktum verzlunarfyrirtækjum hér í
borg.
Aftur kom hann til starfa í Útvegs-
banka íslands 1. desember 1968 og
starfaði þar til dauðadags, fyrst við al-
menn afgreiðslustörf í innheimtu- og
verðbréfadeild bankans og hafði þá
með höndum síðari árin ráðgjafastörf
og var deildarstjóri í verðbréfadeild.
— Minning
Þann 1. desember 1961 kvæntist Jó-
hannes eftirlifandi konu sinni, Ing-
veldi Húbertsdóttur, ættaðri úr Hafn-
arfirði, dóttir Kristínar Eyjólfsdóttur
og Húberts Ágústssonar, mat-
sveins. Ingveldur og Jóhannes áttu
lengst af heimili í Hraunbæ 34 í Ár-
bæjarhverfi hér í borg en fluttust á
síðastliðnu ári að Neshaga 4. Á heimili
þeirra ólst upp dóttir Ingveldar,
Kristín, er fæddist 14. október 1953 og
gekk Jóhannes henni í föðurstað. Hún
er nú gift Gunnari Jónssyni tollþjóni.
Þau Ingveldur og Jóhannes eignuðust
tvö börn, Húbert Nóa, sem stundar nú,
að stúdentsnámi loknu, nám í Mynd-
listarskóla íslands. Sambýliskona hans
er Guðrún Erlingsdóttir, hjúkrunar-
fræðinemi í Háskóla íslands, og
Sigrún, fædd fædd 18. janúar 1970, er
dvelur í foreldrahúsum.
Jóhannes Magnússon var að upplagi
áhugasamur um margvísleg félagsmál
og lét jafnan að sér kveða þegar til
átaka kom. Honum var í blóð borið að
bera fyrir brjósti hag lítilmagnans og
rétta hjálparhönd þeim, sem staðið
hafa höllum fæti í lífsbaráttunni.
Það hefur verið hans aðall síðast-
liðinn aldarfjórðung.
Ég hefi þekkt Jóhannes Magnússon
allt frá því hann hóf sendisveinsstörf í