Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 6
6
Yngvi Örn Kristinsson:
KJARAMÁL
1. Þróun kaupmáttar.
Kaupmáttur kauptaxta bankamanna
hefur rýrnað um 24% þegar borið er
saman ársmeðaltal kauptaxta 1981 og
1984 og jafnvel enn meira ef miðað
væri við árið 1982. Nú er hins vegar
útlit fyrir að smávegis kaupmáttar-
aukning verði á þessu ári eða 2.7%
hækkun miðað við árið 1984. Þessi
niðurstaða fyrir 1985 er ívið hagstæð-
ari en ASÍ félagar mega búast við, þar
sem nú er reiknað með að kaupmáttur
taxta ASÍ verði lakari á þessu ári en
fyrra.
2. Launaskrið.
Þróun kauptaxta segir auðvitað ekki
alla söguna um þróun launa. Launa-
skrið kemur einnig þar við sögu. Með
launaskriði er átt við hækkun kaup-
taxta umfram grunnkaupshækkanir
eða verðbætur (ef þær eru til staðar).
Frá ársbyrjun 1983 virðast meðallaun
bankamanna hafa hækkað um 7% um-
fram samningsbundnar hækkanir.
Sambærilegar tölur fyrir ASÍ, starfs-
fólk í afgreiðslu og skrifstofustörfum
eru mun hærri. Þannig eru laun skrif-
stofufólks talin hafa hækkað um 20%
frá ársbyrjun 1983 og laun starfsfólks
við afgreiðslustörf um 14% eða tvisvar
eða þrisvar sinnum meira en mælist
hjá bankafólki. Rétt er þó að geta að
mikil aukning hefur verið í röðum
bankamanna undanfarin ár og kann
það að draga niður meðallaun banka-
fólks. Meginhluti nýráðninga er í neðri
hluta launastigans. Þetta þýðir að
sennilegt er að laun þeirra starfs-
manna sem starfað hafa í bönkum frá
ársbyrjun 1983 hafi hækkað meira en
áðurgreind 7% gefa til kynna.
Á heildina litið virðist þó líklegt að
okkar laun hafi dregist aftur úr.
3. Stefnan í kjaramálum.
Megin baráttumál okkar í kjara-
málum á undanförnum árum hafa
verið eftirfarandi:
Hærri laun fyrir þá sem hyggj-
ast gera bankastörf að atvinnu til
lengri tíma ef til vill að ævistarfi.
Þetta hefur t.d. náðst fram með
hækkun starfsaldursálaga.
Endurskipulagning núverandi
launakerfis. Markmiðið hér hef-
ur verið tvíþætt. í fyrsta lagi að
færa ákvæði kjarasamnings t.d.
hvað varðar starfsheiti og taxta í
átt til raunverulegrar fram-
kvæmdar bankamanna. Langt er
í land með að þetta hafi tekist þó
nokkur áfangi hafi náðst í kjara-
samningunum í nóv. 1984 síðast-
liðnum en þá tókst að knýja í
gegn fjölgun launaflokka og
endurröðun starfsheita í launa-
flokka. Ljóst er þó að áfram þarf
að knýja á um fjölgun launa-
flokka, ef takast á að fella þær
launagreiðslur sem nú tíðkast í
efri launaflokkum inná taxta
SÍB.
í öðru lagi hefur markmiðið
verið að einfalda núverandi
launakerfi og ef til vill gera það
sveigjanlegra gagnvart starfs-
fólki. Með því fyrrnefnda er til
dæmis átt við að fækka mögu-
legum launaþrepum en með
seinna aðallega hugmyndir um
launaaukakerfi sem byggt væri á
einhvers konar mati á starfs-
hæfni einstaklings eða hóps sem
hann tilheyrir. Kerfi af þessum
toga hafa mjög breiðst út á
undanförnum árum.
í núverandi kjarasamningi er
bókun um að nefnd skuli starfa
milli aðila að vinna að framgangi
beggja þessara mála fyrir næstu
áramót.
Jafnframt þessu hefur verið
reynt að knýja á um hærri lág-
markslaunaflokk. Áfangasigur
vannst í samningunum i nóvember
en með þeim færðist lágmarks-
flokkurinn í 8.3. En betur má ef
duga skal. Krafa síðasta þings
SÍB er að laun fyrir 8.3 nægi til
samsvari framfærslukostnaði
vísitölufjölskyldunnar.
Hærri laun !!!
4. Næsta samningalota.
Samningar eru nú næst lausir frá
áramótum. ljóst er að áfram verður
svipaðri stefnu á kjaramálum og verið
hefur.
Yngvi Örn er stjórnarmaður í SÍB og
starfar sem hagfrœðingur íSeðlabanka
íslands.
Stjórn SÍB þingar með formönnum aðildarfélaganna. Á dagskrá þessa fundar voru kjaramál,
nýja bankalöggjöfin, taeknimál og jafnréttismál.