Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 35

Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 35
Frá starfsmannafélögunum 35 Frá Félagi starfsmanna Landsbanka íslands Þau voru „Með á nótunum” John Sigurðsson, Ólöf Magnúsdóttir og Gústaf Jóhannesson. Félag starfsmanna Landsbanka ís- lands varð 57 ára 7. marz s.l., og eru félagsmenn þess nú um 1200. Segja má að starfsemi F.S.L.Í. sé í nokkuð föstum farvegi, sem byggir á margra ára reynslu. Auk þess starfs sem unnið er af stjórn félagsins er mikið starf unnið af hinum ýmsu nefndum þess. Árlega er kosið í stjórn og nefndir félagsins. Á því viss endurnýjun sér ávallt stað þar, og með nýju fólki koma nýjar hugmyndir. Stjórn félagsins þetta starfsárið skipa þau: Gunnar H. Helgason, for- maður, Sigurjón Gunnarsson, varafor- maður, Vigdís Jónsdóttir, ritari, Kristín Þorvaldsdóttir, gjaldkeri og meðstjórnendur eru Brynhildur Erla Pálsdóttir, Halldóra Sveinbjörnsdóttir og Tryggvi Hjörvar. Frá starfi stjórnar. Stjórn F.S.L.Í. hefur ætíð lagt áherslu á að halda góðum tengslum við félagsmenn og hafa í því skyni verið haldnir fundir með starfsmönnum í hverjum landsfjórðungi. Hafa fundir þessir verið mjög vel sóttir og fjör- legar umræður verið um starfsmanna- mál. Laugardaginn 21. september s.l. hélt stjórnin fund á Egilsstöðum með fé- lagsmönnum á Austurlandi. Því miður sáu starfsmenn frá Höfn og Djúpavogi sér ekki fært að mæta, en öll önnur útibú á Austurlandi áttu þar fulltrúa, og voru fundarmenn alls um 40. Spunnust miklar umræður um líf- eyrismál, launamál, fræðslumál og orlofsbúðamál. Létu fundarmenn óspart í ljós skoðanir sínar á þessum málum og lögðu fram hugmyndir um það sem betur má fara. Þá var ekki farið leynt með álit á landi félagsins við Lagarfljót og fannst sumum þar hægt hafa gengið. Fundartíminn reyndist allt of stuttur, en hann var takmarkaður af fundi SÍB er haldinn var þar sama dag. Voru skiptar skoð- anir um hvort stefna ætti starfs- mönnum frá svo mörgum útibúum á einn fund, sem nú, eða hitta fámennari hópa á fleiri stöðum. Næsta dag, sunnudaginn 20., var farið í skoðunarferð um nágrennið og m.a. gengið um land félagsins við Lagarfljót. Heyrðust þar raddir um að landið væri mjög fallegt og eigulegt. Veðrið var þessa daga eins og best verður á kosið, sólskin og blíða, þó farið væri að kólna, og haustlitirnir í náttúrunni voru ævintýri líkast. Nú í haust hefur starfsmannafélagið gengist fyrir námskeiðum í skraut- skrift, undir leiðsögn Jens Guðmunds- sonar og í peysuprjóni undir leiðsögn Margrétar Gunnlaugsdóttur. Þátttak- an varð það mikil að færri komust að en vildu. Verður vonandi hægt að anna eftirspurninni með því að halda önnur námskeið eftir áramót. 5. nóvember s.l. boðaði stjórnin til almenns félagsfundar, þar sem yfir- standandi skipulagsbreytingar innan Landsbankans voru kynntar. Hinir 7 nýskipuðu framkvæmdastjórar höfðu þar framsögu og svöruðu síðan fyrir- spurnum fundarmanna. Stjórn starfs- mannafélagsins stóð fyrir þeirri ný- breytni að taka fundinn upp á mynd- band, svo félagsmenn okkar á lands- byggðinni megi fræðast um þessi mál. Þá gekkst stjórnin fyrir fjölmennri skoðunar- og fræðsluferð til Garð- yrkjuskóla ríkisins í Ölfusi s.l. vor og 28. apríl tók lið frá Landsbankanum, skipað þeim Ólöfu Magnúsdóttur, Múlaútibúi, John Sigurðssyni, aðal- banka og Gústaf Jóhannessyni, Veð- deild, þátt í útvarpsþættinum Með á nótunum, sem er spurningakeppni stofnana. Eins og við var að búast stóðu þau sig með mestu prýði, en urðu í lokin að láta í minni pokann fyrir liði Búnaðarbankans, er sigraði með 15 stigum gegn 13. Starfið með eftirlaunaþegum. Kristín Pálsdóttir er trúnaðarmaður eftirlaunaþega. Hún er tengiliður milli þeirra og starfs félagsins og hefur fastan viðtalstíma á skrifstofu félags- ins. Um 90 manns sóttu hina árlegu síð- degisskemmtun með eftirlaunaþegum. í þeim hópi voru bæði eftirlaunaþegar og núverandi starfsmenn, ásamt mök- um. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Karvel Pálmason fluttu þar gamanmál við góðar undirtektir. Sumarferð eftirlaunaþega var farin 22. júní. Farin var dagsferð um Suð- urland og útibú Landsbankans á Hvolsvelli heimsótt. Frá starfi nefnda félagsins. Árshátíð starfsmanna var haldin á Hótel Sögu 3. maí og hafði skemmti-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.