Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 40

Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 40
40 Frá starfsmannafélögunum Guðjón Halldórsson, Fiskveiðasj. 15. júní 1985. Júlíus Ingibergsson, aðalbanka, 17. júlí 1985. Jakob Ó. Ólafsson, Reykjavík, 18. ágúst 1985. Hans 0. Friðriksson, Færeyjum, 12. september 1985. 60 ára: Björg Valgeirsdóttir, aðalbanka, 12. maí 1985. Kristín Kvaran, Laugavegi, 14. desember 1985. Svanhildur Júlíusdóttir, aðalb. 15. desember 1985. Hjálmar Eiðsson, Vestm. 28. desember 1985. 50 ára: Reynir Jónasson, aðalbanka, 8. janúar 1985. Guðrún Svafarsdóttir, Lóuhólum, 29. janúar 1985. Elín Haraldsdóttir, Kópavogi, 13. október 1985. Jólatrésfagnaður fyrir börn og barnabörn starfs- manna Útvegsbanka íslands verður að þessu sinni haldinn á Hótel Borg, laugardaginn 28. desember klukkan 16.00 á þessu ári. Vestmannaey jaf ör. Þann 9. ágústmánaðar síðastliðinn sóttu Vestmannaeyjar heim starfs- menn Útvegsbanka íslands víðs vegar af landsbyggðinni, tóku þátt í golf- keppni og áttu ótaldar ánægjustundir með félögum sínum þar á staðnum. Flestir fóru sjóleiðis með Herjólfi, en nokkrir flugleiðis. Að kvöldi föstudaginn 9. ágúst lagði 140 manna hópur Útvegsbanka starfs- manna og makar af stað frá útibúi bankans í Álfheimum 74 með lang- ferðabifreiðum Landleiða til Þorláks- hafnar, en þaðan var farið sjóleiðis til Vestmannaeyja með Herjólfi kl. 22.30 og komið í Friðarhöfn laust eftir miðnætti. Gist var í tvær nætur, ýmist á einkaheimilum, hótelum eða við eiginn viðbúnað í gagnfræðaskólahúsi bæjarins. Móttökur heimamanna voru með eindæmum veglegar og vinsamlegar Merkir sögustaðir og söfn voru sótt heim, farið í skoðunarferð um Heimaey, undir leiðsögn Páls Helga- sonar og Halldórs Guðbjarnarsonar, bankastjóra, sem áður var þar útibús- stjóri. Einnig voru farnar sjóferðir umhverfis nálægar eyjar söguþræðir raktir af kunnum leiðsögumanni og staldrað við m.a. í hinum víðkunna helli, utan innsiglingarinnar í höfn kaupstaðarins. Á laugardagsmorgun hófst golf- keppni 26 karla og kvenna úr Útvegs- bankanum. Síðdegis á laugardag var móttaka á vegum útibúsins í Vestmannaeyjum, í Skansinum. Útibússtjórinn, Vil- hjálmur Bjarnason, hafði orð fyrir heimamönnum og bauð gesti vel- komna. Halldór Guðbjarnarson, bankastjóri, flutti ræðu og formaður Starfsmannafélags Útvegsbankans, Ásbjörn Þorleifsson, þakkaði höfðing- legar móttökur. Adolf Björnsson, afhenti verðlaun frá golfkeppni dagsins. Um kvöldið var sameiginlegt borð- hald í Gestgjafanum og dansað fram að morgunrisi. Sunnudaginn 11. ágúst var eitt fegursta og heitasta sumarveður, sem um getur í sögu Vestmannaeyja á þessari öld. 18 stiga hiti mældist á Stórhöfða á hádegi og aðeins eitt vindstig. Þannig léku veðurguðirnir við okkur ferðalangana úr Útvegsbanka íslands í Vestmannaeyjum, helgina 9. til 11. ágúst 1985. Stjórn Starfsmannafélags Útvegs- bankans og skemmtinefnd félagsins eiga margfaldar þakkir okkar og annarra þátttakenda skildar fyrir mikla og fórnfúsa vinnu við undir- búning og framkvæmd hinnar sögu- frægu ferðar, sem hér er rekin og mun lengi varðveitast í minni ánægðra ferðalanga. Bankastjórn og útibússtjóra skulu einnig færðar þakkir fyrir marg- háttaða fyrirgreiðslu. Golf. Golfíþróttin hefir á undanförnum árum átt miklum og vaxandi áhuga að fagna í röðum starfsmanna Útvegs- bankans, jafnt kvenna og karla. Á vegum félagsins hafa verið háðar þrjár keppnir, í Lækjarbotnum, Vest- mannaeyjum og Öndverðarnesi, í landi Vaðness, þar sem félagið starfrækir þrjú félagsheimili. Að auki tók félagið þátt í afmælis- golfmóti Sambands íslenskra banka- manna á Akureyri 7.-9. júní sl. Félags- menn S.Ú. hlutu I. verðlaun án for- gjafar, I. og II. verðlaun með forgjöf og I. og II. verðlaun í sveitakeppni. Hér fer á eftir skrá yfir úrslit keppnanna. Golfkeppni í Lækjarbotnum 16. maí 1985. Úrslit: 1. Jóhannes Jónsson, aðalbanka, 2. Jón Ólafur Jónsson, Keflavík, 3. Júlíus Ingibergsson, aðalbanka, 4. Bragi Björnsson, aðalbanka, 5. Loftur J. Guðbjartsson, Kóp. 6. Gunnar Guðjónsson, aðalbanka, 7. Hinrik Greipsson, Fiskveiðasj., 8. Sigurður Scheving, Lóuhólum, 9. Gísli V. Jónsson, Fiskv.sj. 10. Karl H. Sigurðsson, Suðurveri, 11. Gunnar Svanberg, aðalbanka, 12. Guðmundur Eiríksson, aðalb. 13. Pálmi Tómasson, Álfheimum, 14. Kristján hermannsson, aðalbanka 15. Ólafur b. Kristjánsson, Fiskv.sj. 16. Ásbjörn Þorleifsson, Fiskv.sj. 17. Smári Þórarinsson, Fiskv.sj. 18. Magnús Andrésson, Seltjarnarn., 19. Jens V. Óskarsson, aðalbanka, Indriði Jóhannsson, Keflavík lauk ekki keppni. 68 högg 70 högg 77 högg 79 högg 91 högg 92 högg 93 högg 96 högg 97 högg 97 högg 98 högg 98 högg 100 högg 107 högg 109 högg 113 högg 115 högg 119 högg 127 högg

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.