Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 33

Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 33
33 Starfsemi Starfsmannafélags Verzlunarbanka íslands Starfsmannafélag Verzlunarbanka íslands hefur starfað næstum eins Iengi og sjálfur bankinn. Það var stofnað 31/10 1958. Það hefur eins og önnur starfsmannafélög fylgst náið með kaupi og kjörum starfsmanna bankans gegnum árin. Félagið gengst fyrir árlegum uppá- komum, svo sem vorferðalagi og árs- hátíð. Félagið keypti á sínum tíma einn sumarbústað í Þjórsárdal til afnota fyrir félagsmenn sína. Seinna var svo reistur annar bústaður. Þarna geta starfsmenn bankans dvalið ásamt fjöl- skyldum ýmist í eina viku í senn eða um helgar. Nýlega hafa bústaðirnir verið rafvæddir, svo ekki ætti að væsa um fólk. Stundum hefur komið til tals að gaman væri að kaupa fleiri bústaði og þá e.t.v. á Akureyri. Einnig hefur komið upp sú hugmynd að kaupa jafn- vel eins og eina íbúð á Spáni. Það gæti verið góð tilbreyting í því að skreppa til skiptis í Þjórsárdalinn og suður á Spán! Á vorin hefur árlega verið farið í svokallaðar fjölskylduferðir í Þjórsár- dalinn. Makar og börn starfsmanna koma með og una þar við leik og störf, svo sem að gróðursetja tré og blóm á svæðinu. Börnin hafa þá stundum fengið að eigna sér ákveðin tré og þeim falið að sjá um þau. Síðan er slegið upp allsherjar grillveislu, þar sem allir fá pylsur og grillsteikur eins og þeir geta í sig látið.Áður en haldið er heim er svo farið í sund, ýmist í sundlauginni í Þjórsárdal, niðri á Skeiðum eða á Selfossi. Árshátíðin er fastur liður í starfsem- inni eins og áður er sagt. Undanfarnar tvær hátíðar hefur verið brugðið á það ráð að hafa heimatilbúin skemmtiefni og gafst það mjög vel. Eru það þá mis- munandi deildir eða útibú, sem hafa veg og vanda af skemmtiatriðum. í sumar var farið í skemmtiferð í Kerlingarfjöll eina helgi og var sú ferð mjög vel heppnuð. Veðurathugunar- stöðin á Hveravöllum var skoðuð og einnig næsta nágrenni. Sumir fóru upp um f jöll og firnindi. Nú nýverið hefur sjúkraþjálfari verið fenginn til trausts og halds fyrir starfsfólkið. Hann athugar hvernig vinnuaðstaðan er á hverjum stað fyrir sig t.d.hvað varðar stóla og aðstöðu við vinnu við tölvuskerma. Hann gerir síðan tillögur til úrbóta. Harpa Jósefsdóttir Amin, ritari S.V.Í. Hæstu vextirog verdtrygging! SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Skólavörðustíg 11, Hátúni 2b, Austurströnd 3, Seltjarnarnesi

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.