Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 19
19
töluvert af hugbúnaði tilbúinn til að fá
reynslu hjá notendum og var þá fyrsti
starfsmaðurinn ráðinn í fullt starf. Frá
þeim tíma hefur starfsmönnum f jölgað
í 10, en sérstakrar íhaldssemi hefur
gætt í mannaráðningum, bæði hefur
valdið að eigendur og starfsmenn hafa
lagt á sig kvöld- og helgarvinnu auk
þess sem mikill skortur hefur verið á
vönu fólki til að sinna þessum verk-
efnum.
Strax árið 1981 hófst innflutningur á
tölvum fyrir fyrirtæki og hefur
Kjartan Bjarnason rafmagnsverk-
fræðingur haft veg og vanda af því að
breyta tölvunum fyrir íslenskar að-
stæður. Margir álíta þetta verk ein-
ungis fólgið í því að merkja upp lykla-
borð, en það er öðru nær. Þegar tölva
kemur fyrst til landsins þarf að leysa
mörg vandamál. Marga stafi íslenska
stafrófsins vantar og þarf að finna
leiðir til að koma þeim fyrir í föstum
minnisrásum tölvunnar. Til þess að
þetta megi gerast þarf að lesa innihald
föstu minnisrásanna sem oft eru nefnd
ROM eða EPROM. í þessum rásum er
munstur þeirra stafa sem geymdir eru
sem runa af núllum og einum. Oftast
þarf að taka ákvörðun um það hvaða
stafir sem fyrir eru skuli víkja fyrir
íslenskum stöfum t.d. þ ð og hinum
ýmsu broddstöfum.Þegar þetta hefur
verið gert eru „brenndar” nýjar rásir í
tölvuna. En málinu er ekki lokið hér því
nú er aðeins búið að leysa brot af
vandamálinu, eftir er að leysa upp
stýriforrit tölvunnar til að breyta
töflum er ákvarða hvar á lyklaborði
stafirnir skuli staðsettir og einnig þarf
að útbúa síur fyrir prentara þar sem
margir þeirra eru ekki með sömu
númer á íslensku stöfunum og er í
tölvunum.
Þegar tölvan er orðin „íslensk” er
hægt að afgreiða hana. Hjá Microtölv-
unni er talið að það taki u.þ.b. 4
klukkutíma að gera tölvu tilbúna fyrir
íslenskan notanda. Hér á iandi hefur
fyrirtæki eitt valið að kalla sam-
setningu á ósamsettri tölvu fram-
leiðslu sem mörgum þykir álitamál
hvort rétt sé með farið þegar hvorki
hönnun tölvunnar né framleiðsla ein-
inga hennar er íslensk vinna.
í dag eru tölvur frá Corona Data
Systems mest seldu vélar fyrirtækis-
ins, en auk þess hefur fyrirtækið um-
boð fyrir Compucorp ritvinnslukerfi,
Data General tölvur og ýmis önnur
fyrirtæki á sviði vél- og hugbúnaðar.
Corona tölvurnar eru PC samræmd-
ar, en á þessum markaði þýðir það að
þær nota sömu forrit og aukabúnað og
IBM, PC, XT eða AT. Corona fram-
leiðir hliðstæðar tölvur en telur sig
þurfa að gera einungis tvennt til að
standa sig í samkeppni við IBM: Hafa
vélamar verið betri í frágangi og ódýrari!
Hvort tveggja hlýtur að vera eitthvað
nálægt lagi því Corona er einn af ör-
fáum framleiðendum sem ekki á í
erfiðleikum þessa dagana. Strax á
stofnári var hafist handa um mikla
forritagerð fyrir smátölvurnar, allt á
viðskiptasviði. Ekkert fyrirtæki hér-
lendis hefur útbúið fleiri kerfi fyrir PC
tölvur en Microtölvan og er listinn
orðinn langur. Fyrirtækið selur t.d.
þrjár gerðir fjárhagsbókhaldsforrita,
eitt fyrir fyrirtæki annað fyrir bók-
haldsstofur og endurskoðendur og
þriðja fyrir bæjar- og sveitafélög. Þá
eru til tvær útfærslur af viðskipta-
mannabókhaldi, tvær af skuldabók-
haldi og tvær af birgðabókhaldi. Auk
þessara kerfa hefur Microtölvan
skrifað sölunótukerfi sem tengir
saman viðskiptabókhald og birgðabók-
hald, launabókhald, gjaldendabókhald
sveitarfélaga og tollkerfi sem inni-
heldur alla meðferð tollskjala, toll-
vörugeymslu og verðútreikninga.
Áðurnefnd bókhaldskerfi eru stöðl-
uð og markvisst gerð til að henta fjölda
fyrirtækja. Einnig fæst Microtölvan
við kerfissetningu og forritun hug-
búnaðar fyrir ýmis sérverkefni. í dag á
fyrirtækið til mikið af forritum sem
geta verið undirstaða fyrir margvísleg
kerfi.
En þetta nægir þó ekki til að sinna
öllum þörfum. Gagnagrunnskerfi eru
nú orðið mikið notuð fyrir forritun
kerfa sem eru sjaldgæfari en svo að