Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 14

Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 14
14 Tölvuvæðing bankanna Starfsfólk Breiðholtsútibús stígur fyrstu skrefin skjánum. Þegar fyrsti jarðarbúinn steig fæti á tunglið hérna um árið, þá sagði hann þessi fleygu orð: „Þetta er lítið skref fyrir mig en stórt skref fyrir mann- kynið.” Það mætti segja mér, að þeim sem starfa í Breiðholtsútibúi Landsbank- ans hafi verið eitthvað svipað innan- brjósts föstudaginn 22. nóv. sl. Þann dag tengdist útibúið Reiknistofu bankanna um beina línu. Merkur áfangi. Það er óhætt að fullyrða, að hér er um að ræða upphafið að einum merkasta áfanga í sögu bankanna á síðari tímum. Okkur á Bankablaðinu lék forvitni á að vita, hvernig undir- Gunnar Hans Helgason skrifstofustjóri og formaður FSLÍ gengur frá millifærslum á „beinni línu”. búningur hafði farið fram. Við lögðum því leið okkar í útibúið einn daginn, þegar regn og slydda voru að dunda sér við að hrella vegfarendur í Breiðholt- inu. Þetta var á miðvikudegi í miðjum mánuði, þannig að það voru ekki mjög margir viðskiptavinir sem trufluðu okkur. Gunnar Hans Helgason skrifstofu- stjóri útibúsins og formaður FSLÍ, tók á móti okkur og sýndi okkur hin skemmtilegu húsakynni útibúsins og kynnti starfsfólkið. Það vekur sérstaka athygli, hversu húsnæðið er bjart og opið. Við hittum fyrst að máli Bjarna Magnússon, útibússtjóra, og spyrjum hann, hvernig honum finnist útibúið vera undirbúið fyrir tenginguna. Bjarni sagði að undirbúningurinn hefði í raun hafist heilu ári áður en útibúið opnaði. Hann hefði haft tæki- færi til að undirbúa opnun þess mjög vel, m.a. hefði hann dvalist erlendis um tíma og þar hefði hann sérstaklega kynnt sér þessi mál. Við hönnun húsnæðisins og innrétt- inga var haft hliðsjón af væntanleg- um beinlínuafgreiðslutækjum. Hefði þess vegna ekki þurft að breyta miklu, þegar þau voru endanlega sett upp. Þá hefði líka verið fitjað upp á nýjungum í afgreiðsluháttum og vinnubrögð voru frá upphafi önnur en áður var almennt. M.a. voru skipaðir sérstakir ráðgjafar sem gátu veitt viðskiptavinum svo til alla þjónustu. Aðspurður um einhverja erfiðleika, þá sagði Bjarni að það hefði verið erfitt, hversu mikil endurnýjun hefði átt sér stað á starfsfólki. Þó hefði hann nú á að skipa harð- snúnu liði sem yrði ekki í vandræðum með að takast á við þetta verkefni. Við þökkum Bjarna fyrir og tökum næst tali gjaldkerana, Ernu Bjarna- dóttur og Ingibjörgu Aðalsteinsdóttur. Þær sögðust ekki kvíða tengingunni. Þær hefðu fengið góðan undirbúning, æfingin hjá RB hefði verið mjög góð. Þær hlökkuðu til að æfa sig n.k. laug- ardag, því þá myndu þær færa allar færslur föstudagsins á undan í hinu nýja kerfi. Gunnar Hans skaut því að, að þau í útibúinu hefðu orðið dálítið súr, þegar þau sáu að Kienzletækin hefðu verið sett fyrr upp í öðrum útibúum, en þegar þau komu í mars, þá líkaði flestum vel að vinna á þau. Hanna Bára Guðjónsdóttir, sem er komin til útibúsins frá útibúi bankans á Fáskrúðsfirði, taldi að ekki væri neinn beint smeykur við þessa breytingu. Þó væri það bagalegt, að mjög erfitt væri að gera sér grein fyrir, hvernig út- koman yrði. Hún taldi það koma henni mjög til góða, að hún hefði nokkuð alhliða reynslu, því hún teldi, að gjald- kerar í framtíðinni myndu þurfa að vera fjölhæfari en í dag. Hvað segir trúnaðarmaðurinn? Að lokum hittum við að máli trúnað- armanninn í útibúinu. Það er Sigrún

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.