Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 27

Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 27
27 Útvegsbanka íslands og fylgst síðan nokkuð með ferli hans allt til þess að hann hóf störf öðru sinni í bankanum 1. desember 1968. Síðan hafa vinátta okkar og samstarf staðið óslitið. Á ég um hvort tveggja undurfagrar endur- minningar og ógleymanlegar. Hann tók fyrsta sinni þátt í stjórn- arstörfum í starfsmannafélagi Útvegs- bankans í ársbyrjun 1971 og var síðan ritari félagsins í fimm ár og formaður í sex ár, allt til ársins 1983. Á ný tók hann við formennsku í félaginu á þessu ári. Jóhannes var jafnan fulltrúi félags- ins á þingum Sambands íslenskra bankamanna og starfaði í mörgum nefndum á vegum samtakanna m.a. að undirbúningi og gerð launasamninga, var fulltrúi Starfsmannafélags Út- vegsbankans á fundum bankaráðs, þegar málefni starfsmanna voru til umræðu og meðferðar. í ritnefnd Bankablaðsins var hann 1974. Jóhannes Magnússon hóf þátt- töku í störfum AA-samtakanna 1960 og hefir síðan verið í forystuliði þess fé- lagsskapar. Nánir samverkamenn hans munu minnast þeirra starfa, en fullviss er ég þess, að orðstír hans á því sviði deyr aldrei. Að leiðarlokum, þegar ég kveð vin minn Jóhannes Magnússon, sækja söknuður og tómleiki á hugann, að hafa séð á bak jafn trúverðugum og góðum dreng og hann reyndist í raun, og hvívetna í skyldustörfum og félags- málum, en huggun í andstreymi eru bjartar og fagrar endurminningar. Ég votta Ingveldi, börnum þeirra, systkinum Jóhannesar og ástvinum þeirra einlæga hluttekningu og samúð. Adolf Bjömsson. TÖLVUNÁMSKEIÐ Tölvufræöslan heldur fjölbreytt og skemmtileg tölvunámskeið fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Á vorönn 1986 er meðal annars boðið upp á eftirfarandi námskeið: BYRJENDANÁMSKEIÐ: UNGLINGANÁMSKEIÐ: Tölvunámskeið fyrir fullorðna 12 klst. byrjenda- námskeið, sem kynnir vel undirstöðuatriöin við notkun tölva, forritun í BASIC, ritvinnslu og notkun töflureikna og gagnasafnskerfa. 12 klst. námskeið fyrir unglinga Kennd eru undirstöðuatriðin við i BASIC og notkun töflureikna. á aldrinum 13-16 ára. notkun tölva, forritun í NOTENDAHUGBÚNAÐUR: Ritvinnslukerfið WORD Ritvinnslukerfið WORD PERFECT Ritvinnslukerfið IBM-writing assistant Ritvinnslukerfið Ritvinnsla II Ritvinnslukerfið APPLEWORKS Töflureiknirinn MULTIPLAN Gagnasafnskerfin D-base II D-base III Fjölnotakerfið APPLEWORKS Fjölnotakerfið Symphony Fjölnotakerfið Framework Launaforritið Laun Fjölnotakerfið IBM-assistant serian FORRITUNARNÁMSKEIÐ: BASIC I BASIC II COBOLI PASCALI COBOLII PASCAL 11 ASSEMBLER 6502 ASSEMBLER 8088 TÖLVUKYNNINGAR: IBM-PC AMSTRAD APPLEIIe MACINTOSH COMMODORE BBC ÝMIS NÁMSKEIÐ: Tölvur og tónlist Upplýsingabankar Tölvutelex ?i ae • Einnig eru haldin sérstök námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana, bæði í Reykjavíkog úti á landi. Verið velkomin á námskeið TÖLVUFRÆÐSLUNNAR. Tölvufræðslan Armula 36 Reykjavík Símar: 687590 og 686790.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.