Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 6
CHARLES H. LQNG sendir blaSinu þessa grein /rd Englandi. Sú smáhljómsveit ensk, sem hefur átt einna mestum vinsældum að fagna um nokkur undanfarin ár, nefnist Ray Ell- ington kvartettinn. — Meðlimi hennar heita: Ray Ellington, sem leikur á trommur og syngur, Coleridge Coode, bassaleikari, Dick Katz, píanóleikari, og Laurie Deniz, sem leikur á guitar. Hvar sem þeir koma fram, er alltaf sama sagan: Þegar hljómleikum er lokið og tjaldið fellur, er það alltaf dregið upp aftur og það oftar en einu sinni. — Er það ekkert undarlegt, því að fjöldinn hefur alltaf kunnað að meta músík, sem blönduð er hæfilegri kímni, enda þótt sumum kunni að þykja heldur mikið af því sem sannir jazzáhugamenn kalla „show“. Þó má alltaf skynja, að undir- rót þess, sem þeir fjórmenningarnir framleiða — jafnvel þegar Ray er að eggja Coleridge á að gera eitthvað af hinum fjölmörgu grínbrögðum þeirra — er hin sanna músík. Á undraskömmum tíma hefur þeim tekizt að koma sér áfram, einmitt á þessum árum, sem hafa verið strangur reynslutími fyrir margar eldri hljóm- sveitir. Hafa þeir komizt að í öllum greinum þessa atvinnuvegar; útvarpi, sjónvarpi, kvikmyndum, leikhúsum, danshúsum og á plötum og safnað kring um sig fjölda aðdáenda. Ef leitað er að ástæðunum fyrir þessu, kemur í ljós að fi-ægðina eiga þeir að þakka hinum undraverðu hæfi- leikum sínum tií að koma alltaf fram með nákvæmlega það, sem áheyrgnd- urnir geta tekið á móti í það og það skiptið. Þetta er sá leyndardómur, sem allir listamenn vildu geta skilið; hvern- ig hægt er að skilja við áheyrendurna, þannig að þeir æski alltaf eftir meiru. Shakespeai-e lýsti Cleópötru á þann veg, að hún „Makes hunger where most she satisfies". Sama má segja um þá fjór- menningana, og skulum við þá snúa okk- ur að hverjum einstökum þeirx-a. Ber þá fyrstan að telja hljómsveitarstjór- ann: RAY ELLINGTON Hann er sá, sem mestan svip setur á hljómsveitina, og ber þar mest á því óþrjótandi lífsafli, sem hann hefur til að bera, bæði á sviði og í daglegri um- gengni. Hann fæddist í London 17. marz 1916, sonur amerísks blökkumanns og rúss- neskrar móður. Hann var ennþá í barna- skóla, þegar hann kom fyrst opinberlega fram. Var það 1 músíkgamanleik, sem nefndist „Virginia", og leikin var í Palace Theatre. — Þegar hann hætti í skóla, 14 ára gamall, vann hann við húsgagnasmíði hjá frænda sínum, en tónlistin náði það sterkum tökum á hon- 6 f^azzhta&iá

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.