Jazzblaðið - 01.04.1951, Qupperneq 22

Jazzblaðið - 01.04.1951, Qupperneq 22
vals. Leiknin og meðferðin var tak- markalaus. Ég ætla ekki að fara að reyna að lýsa stíl hans, því að hann var svo fjölbreytt- ur allt eftir því hvað hann lék. Samt var það einkum jazzinn, sem hann hafði áhuga fyrir og hvað það snerti, var hugmyndaflugið og öryggið svo, að ekki er hægt að lýsa því með orðum. Ég spurði hann m. a., hvort hann hefði ekki haldið konsert? Jú, það hafði hann gert. Hvernig gekk? Bros. Hann sagðist leika á mörgum öðrum stöðum að auki og með revíum og sliku, og gæti ekki spilað á San Fransisco Bar nema nokkrum sinnum í viku. Ég var hálf undrandi yfir því, að hann skyldi þá vera að leggja sig niður við að spila á þess háttar smá stað, og spurði hann hvernig á því stæði. — Jú, það stóð þannig á því, að fjölskylda hans átti barinn, og meira að segja systur hans sáu um staðinn að öllu leyti. Og það má bæta því við, að þar var fullt öll þau kvöld, sem hann lék þar. Hins vegar komu ekki margir, þegar hann vantaði. Enginn staður í nágrenninu var eins ódýr, og hver voru svo laun snillings- ins? Sennilega hefur það ekki verið mikið fram yfir það, sem gestirnir skutu að honum, ef þeir báðu um lög. En laun hinna óþekktu snillinga eru ekki alltaf mikil og stundum lítil. Ef til vill fara þeir í gröfina lítt kunnir — en kannske kemur fyrir lítið atvik, sem gerir þá fræga, jafnvel heimsfræga á skömm- um tíma. En það er á valdi örlaganna — eða tilviljunarinnar hvoru sem menn trúa á. PÓSTMAÐURINN OG PÓLSKA SKIPIÐ Það var einn dag, að ég var í plötu- og hljóðfæraleit og hafði orðið lítið ágengt, því að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér vegna ókunnugleika. Fáir ítalir kunna ensku, en fleiri frönsku og á því máli ávarpaði ég mann, sem ég mætti á Via XX Settembre í þeirri von að hann skildi mig. — Do you speak English? var svarið og mér datt ekki í hug að fara að ljúga að manninum, því mér leizt strax vel á hann. Leysti hann úr öllum mínum spurningum og meira en það og vildi allt fyrir mig gera. Ég verð að segja, að þrátt fyrir allt eru músíkantar einhverjir almennilegustu og hjálpsömustu menn, sem maður hitt- ir úti í heimi og heima. Þessi náungi, sem ég man ekki hvað heitir, var póstmaður, og verð ég því að kalla hann því nafni. Póstmaðurinn spilaði á fiðlu, harmoniku og tenórsax. Fyrir stríð hafði hann spilað í hljóm- sveit á stóru pólsku farþegaskipi, sem var í förum milli Ítalíu og Norður- Ameríku. En eftir stríðið, þegar at- vinnuleysi fór að aukast, gerðist hann starfsmaður á pósthúsi og lét vel af, en auk þess var hann í lausabisness að gamni sínu, sagði hann. Hánn sagði mér að hitta sig næsta dag á litlum stað skammt frá Galleria Mazzini, þar sem listamenn og þeir, sem héldu að þeir væru það, kæmu saman hvern dag milli klukkan þrjú og fjögur til að drekka kaffi. Mér datt í huga Adlon í Aðal- stræti. — Þetta var nauðaómerkilegur staður, að hálfu leyti útiveitingahús, við hliðina á rústunum af óperunni, sem varð fyrir sprengju í stríðinu og eyði- lagðist, en hefur enn ekki verið endur- reist. Sem stendur er því engin ópera í Genova; bæjarstjórnin þar hefur aldrei getað komið sér saman um það, hvar endurreisa skuli óperuna eða hvort það sé nokkur ástæða fíl þess yfirleitt. Þar verður því að flytja óperur í kvik- myndahúsum og öðrum enn óhentugri

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.