Jazzblaðið - 01.04.1951, Page 21

Jazzblaðið - 01.04.1951, Page 21
gítarleikarinn, og höfðu okkur verið ætl- uð þar sæti. Þarna voru gamlir menn með skegg, giftar konur með dætur sín- ar, píparar og panfílar og hverskyns lýður. En einkum við tveir, fengum hin mestu fagnaðarlæti og sífull glös að launum og hafði nú samleik okkar ver- ið snúið upp í tvíleik. ítalinn lék á einn streng eða tvo, meðan ég sló undir og viðstaddir sungu eða hlustuðu bara. Og þarna í hvelfingunni hljómaði einkenni- lega vel. Við veltum því dálítið fyrir okkur daginn eftir, hvernig á því hefði staðið, að okkur útlendingunum hafði verið þessi sómi sýndur. Við höfðum þegið miklar veitingar og vinsemd af ger- ókunnugu fólki, án þess að til þess lægi nokkur sýnileg ástæða. Það voru svo einkennilegar og ólíkar manntegundir, sem safnazt höfðu þarna saman, að slíku verður varla með orðum lýst. En eitt áttu allir sameiginlegt: Barnslega gleði yfir þeirra eigin alþýðutónlist, sem þeir nutu af lífi og sál. Og sennilega hef ég og félagar mínir, sem með mér voru, notið þess, að við samglöddumst þeim. ÓÞEKKTUR SNILLINGUR Næsta kvöld var ég einnig á flækingi um sama hverfi og áður, en í þetta skipti var með mér einn rammíslenzkur jazzhatari, aem ég hafði oftast heyrt segja: glerbrotamúsík, ef hann heyrð' eitthvað sem hann hélt að væri jazz. Við vorum búnir að fara á nokkra staði og á einum þeirra hafði umferðanikkari leikið fyrir okkur, og gerði hann það afar illa, svo að hræðilegt var að hlusta á, ep vegna þess að hann gat ekki betur, létum við nokkrar lírur í dósina og fór- um. Skömmu sefnna varð okkur gengið fram hjá stað, sem heitir San Fransisco Bar. Þaðan barst nikkuhljóð, sem við veittum strax athygli, því að snilldar- lega var leikið. Við flýttum okkur inn á þennan litla og ómerkilega stað, sem í mesta lagi hefur rúmað þrjátíu gesti og fengum við borð í litlu skoti inn af sjálfum barnum, rétt við hliðina á har- monikuleikaranum. Eftir að við komum hélt hann áfram leik sínum og við hlust- uðum, orðlausir fyrst 1 stað, en svo jöfn- uðum við okkur, því að þetta var korn- ungur piltur, dökkhærður og afar við- kunnanlegur og alþýðlegur. Hann spurði hvað hann ætti að leika? Hann hafði verið að spila Solitude, þegar við kom- um, svo að ég óskaði, að hann héldi áfram að leika jazz, og það gerði hann. Eitt lagið kom af öðru, leikið af þvílíkri snilli, að ég hef ekki heyrt annað eins áður, nema ef vera skyldi af plötum. — Jazzhataranum varð að orði: Þetta er maður, sem getur spilað; þetta er músík — og það var það minnsta, sem hægt var að segja. Ég gaf mig á tal við pilt- inn, og hann talaði ágætlega ensku, svo að hann leysti auðveldlega úr öllum spui'ningum mínum. Hann hét Mario Guerico, og var 19 ára. Maður hefði freistast til að halda, að honum hefði frá barnæsku verið kennt af snillingum og notið tónlistar- uppeldis, en svo var ekki. Það voru ein- ungis nokkur ár, tvö eða þrjú, síðan hann hafði eignazt fyrstu harmonikuna og áður hafði hann tæplega snert það hljóðfæri. Hann vissi eða hafði lært undirstöðuatriðin í nótnalestri og hljóm- fræði: svo bara æfði ég mig, sagði hann og brosti. Það var allt og sumt. Hitt var meðfætt, að hann lék ósálfrátt svo vel. Hann gat ekki leikið öðru vísi. Jafnvel, þegar hann spilaði norska valsa, því að sú tegund tónlistar, sem hann gat ekki leikið, virtist eklci vera til, og það var sama hvort það var bebop eða hænu- SaxdUií 21

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.