Jazzblaðið - 01.04.1951, Qupperneq 14

Jazzblaðið - 01.04.1951, Qupperneq 14
stonhugh. Race var aftarlega í kosn- ingunum í fyrra. Þriðji er Felix King og fjórði píanistinn hjá Ray Ellington, Dick Katz. Jack Parnell er langfremstur á tromm- ur, síðan koma hinir traustu hljómsveit- armenn Peter Chilver og Eric Delaney. Ray Ellington er áttundi. Charlie Short er enn einu sinni fremstur á bassa, svo koma þeir Col- eridge Goode og Joe Muddel. Ivor Mair- ants tekur nú aftur fremsta sætið á guitar, en hann varð að láta það af hendi til Pete Chilver í síðustu kosning- um. Chilver, sem lítið hefur leikið á ár- inu er þriðji nú. Laurie Deniz hjá Ray Ellington er annar. Tito Burns er fremstur á harmoniku, Stephane Grappelly á fiðlu og Victor Feldman á vibrafón. Ken Thorne hjá Vic Lewis er fremsti útsetjarinn. Dankworth er fimmti. Alan Dean er enn einu sinni fremsti söngvarinn með þá Benny Lee og Bob Dale næsta. Pearl Carr er aftur á móti fremst í hópi söngkvenna og tek- ur sæti Terry Devon, sem nú verður að láta sér nægja annað sæti, en aðeins örfá atkvæði skilja á milli þeirra. Söng- flokkur er fremstur „The Keynotes". Meðal „Swing“ hljómsveitanna eru þrjú fyrstu sætin þannig: Ted Heath, Vic Lewis og Gei-aldo. „Sweet“-hljóm- sveit, þar er röðin aftur á móti: Ger- aldo, Cyril Stapleton og svo Ted Heath. Frá smáhljómsveitunum hefur verið sagt frá framar. Af framanrituðu vona ég, að þeir sem einhvern áhuga hafa fyrir ensku jazz- lífi hafi notið einhvers góðs. Allir þess- ir menn, sem upp hafa verið taldir, eru að sjálfsögðu vel þekktir í Englandi. Þeir leika oft í BBC og munuð þið, sem hlustið á jazzmúsík þaðan, áreiðanlega hafa heyrt í þeim oft. S. G. JIMMY DORSEY Altósaxófón- og klarinetleikarinn og hljómsveitarstjórinn Jimmy Dorsey er fæddur árið 1904. Hann fór ungur að læra á hljóðfæri ásamt bróður sínum Tommy. Fyrsta hljóðfæri þeirra beggja var kornet, en síðan tók Jimmy fyrir þau hljóðfæri sem að framan getur og Tommy skipti yfir á trombón. Jimmy lék fyrst með hljómsveit, sem bar nafnið „Scranton Sirenes", og var Tommy einnig í þeirri hljómsveit ásamt guitarleikaranum Eddie Lang. Bræðurnir stofnuðu hljómsveit saman árið 1928 og varð hún ein af frægari jazzhljómsveitum sinnar tíðar. En sam- komulagið var ekki sem bezt og eftir nokkur ár stofnaði Jimmy eigin hljóm- sveit, sem átti eftir að verða ein vin- sælasta hljómsveit Bandaríkjanna. Jimmy lék inn á margar plötur með litlum hljómsveitum og með hljómsveit þeirra bræðra. Plötur með eigin hljóm- sveit eru þó langsamlega flestar, en þar er Jimmy ekki sami góði jazzleikarinn og á eldri plötunum. S. G. 14 #a»íUit

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.