Jazzblaðið - 01.04.1951, Side 25

Jazzblaðið - 01.04.1951, Side 25
ir NORMAN STENFALT, píanóleikari og útsetjari hjá Ted Heat 1 Englandi er nú hættur í hljómsveitinni. ir HLJÓMSVEIT HARALDAR GUÐMUNDSSONAR í Vest- mannaeyjum er um þessar mundir stœrsta danshljóm- sveitin hér á landi. / hljóm- sveitinni eru Vestmannaeying- arnir Jimm, Haraldur, Gisli Bryngeirsson, Gísli Brynjólfs- son, Sigurður Guðmundsson og Guðni Hermansen. Nj/lega hafa Reykvikingarnir þeir Axel Kristjánsson hassaleikari og Árni Elfar pianólelkari bœzt við i hljómsveitina. Magnús Pétursson tók sœti Árna hjá Birni R. þessar vikur, sem hann verður í Eyjum. — Þrír aðrir Reykvikingar hafa leik- ið í Eyjum undanfarið, þeir Árni ísleifsson, Guðni Guðna- son og Bragi Einarsson. Hafa þeir leikið í Sjálfstœðishúsinu þar, ásamt tveimur Vest'- mannaeyingum, þeim Páli Steingrímssyni guitarleikara og Sig. Þórarinssyni trommul. KARL JÓNATANSSON er á góðri 'leið með að fá góða hljómsveit saman í Keflavík. Með honum er ungur og efni- legur guitarleikari og söngvari frá Norðfirði að nafni Svavar Lárusson, ungur trommuleik- ari úr Keflavík, sem heitir Alfreð Haraldsson, bassaleik- arinn Páll Ólafsson, sem áður i’efur leikið með Karli og siðan hinn kunni keflvíski harmonikuieikari Baldur Júl- iusson. Karl leikur sjálfur á saxófón og harmoniku. ★ / BORGARHLJÓMSVEIT- INNI eru nú ekki nema fjórir menn fyrri hluta vikunnar. — Hljómsveitarstjórinn C. Billich leikur yfirleitt ekki með þá, og hefur Magnús Pétursson kom- ið í staðinn. Hinir meðlimir hljómsveitarinnar skipta vinn- unni á milli sin. Á dansleikj- um og öðrum skemmtunum eru þeir hins vegar sex. + MYNDIN hér áð neðan er af Þ. Ó. kvintettinum, sem leikið hefur í Listamannaskál- anum meiri hluta þessa vetr- ar. — Á myndinni er talið að ofan: Höskuldur Þórhallsson trompet (og trommujleikari, Guðni Guðnason harmoniku- (og trommujleikari, Þórarinn Óskarsson trombónleikari og stjórnandi hljómsveitarinnar, Bragi Einarsson tenór- og klarinetleikari og Árni ísleifs- son píanóleikari. (Þeir Árni, Guðni og Bragi eru fyrir nokkru farnir til Vestmanna- eyja, eins og sjá má annars staðar á þessari síðu, og komu þeir Guðm. Norðdahl, Sigur- geir Björgvinsson og Magnús Pétursson í þeirra stað). ÓSKAR CORTES hefur stjórnað Ingólfscafé- (og Inðó á laugardögum) hljómsveitinni í vetur. Þó ekki beri mikið á hljómsveit þessari í hljómlista- lifinu, þá fylgist hún vel með. Fáar hljómsveitir, ef nokkrar, eru jafn fljótar að koma með þau ný danslög, sem vinsældir hafa hlotið. Löngu áður en nokkur annar hér vissi um lög eins og ,Orange couloured sky', ,Tennessee waltz', ,Mona Lisa‘ nokkur fleiri voru Cortes og félagar hans farnir að leika þessi lög. AÐALFUNDUR FÉLAGS ISL. HLJÓÐFÆRALEIKARA var haldinn nokkru fyrir miðj- an marz s.l. í stjórn félagsins voru að þessu sinni kosnir: Svavar Gests, formaður; Carl Billich, gjaldkeri; Lárus Jóns- son, ritari; Björn R. Einars- son, formaður B-deildar, og Bjarni Böðvarsson, formaður A-deildar. — Fjármálaritari: Páll Bernburg. — í prófnefnd voru kosnir: Óskar Cortes, formaður; Björn R. Einarsson og Gunnar Egilson. í fjár- öflunarnefnd: Páll Bernburg, formaður, Hallur Símonarson og Bragi Hlíðberg. í skemmti- nefnd: Kristján Kristjánsson, formaður; Guðm. R. Einars- son og Einar Jónsson. Mjög var fjölmennt á aðalfundi og er áhugi meðlima mjög mikill fyrir félagsstarfseminni. Árs- hátið félagsins var haldin nokkru eftir aðalfund og fór aö \enju vel fram, þó að hún hefði mátt vera fjölmennari. NÝ DANSLÖG hafa m. a. þessi komið út undanfarið: Eg þekki eina unga mey‘ og .Manstu kvöldið?' sem heita upphaflega ,1 taut I saw a puddy tat‘ og .Tennessee waltz' ^azzLLáií 25

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.