Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 11
aði útsetningarnar og æfði hljóðfæra- leikarana. — Hljóðfæraleikaramir voru allir fullkomnir hljómlistamenn: Kir- by, Shavers, Buster Bailey á klarinet, Bussel Procope á altó, Billy Kyle á píanó og að lokum O’Neil Spencer trommu- leikari. Við finnum engin dans- eða dægur- lög í safni þeirra. Nema ef vera skildi jazz-útsetningar þeirra á klassískum lögum eins og „Serenade" eftir Schu- bert, „Opus 5“ og „Impromtu", eftir Chopin. Sextettinn úr Lucia, „Humor- esque“, „Anitra’s Dance“, „Nocturne“ og „Frasquita Serenade“, sem öll náðu miklum vinsældum meðal almennings. Allt annað, sem þeir léku í var sannur jazz. Nokkur lög, er Shavers samdi, urðu fræg, eins og „Undecided" og „Pastel Blue“. Hljómsveitin kom fyrst fram opin- berlega í nætui'klúbbnum „Onyx Club“ í 52. stræti. Brátt fóru tilboðin að berast frá hljómplötufyrirtækjum og útvarps- stöðvum. Þeir léku í útvarpsþættinum „Duffy’s Tavern" og síðan „Flow Gent- ly, Sweet Rhythm“. Þetta virðist ef til vill ekki neitt sérstakt í okkar augum, en í Bandaríkjunum er það mikið þrek- virki af negrahljómsveit að komast að við þekktan útvarpsþátt, sem hafði reglulegar útsendingar, sem milljónir manna hlustuðu á. Fram að þessu hefur alveg verið geng- ið fram hjá útsetjarahæfileikum Charlie Shavers. Hann útsetur mjög létt og lið- lega, og krefjast útsetningar hans mik- illar samvinnu meðal hljóðfæraleikar- anna, sem er mjög sjaldgæft í hröðum lögum hjá negrum. En Shavers gefur einleikurunum nóg tækifæri til að láta ljós sitt skína. Mig langar að benda sér- staklega á hvernig hann meðhöndlar tólftakta bluesinn, sem alltaf er leikinn hratt. Að undanskildum „St. Louis Blues“ og „Royal Garden Blues“ um- skapar hann hina þekktu bluesa og gef- ur þeim ný nöfn eins og „Effervescent BIues“, „No Blues At All“ og „Blues Petite“. Frá 1938 og þar til nokkru fyrir lok stríðsins urðu engar breytingar á hljóm- sveitinni, sem varð einmitt til þess að gera hana jafn góða og raun bar vitni um. Því miður hafa aðeins örfáar platna þeirra, er hljómsveitin lék á, verið gefnar út í Evrópu. — Fyrst má nefna upptöku hjá „Decca“, sem gefnar voru út í Englandi á „Vocalion“ plötur, en í Svíþjóð og Sviss á „Decca“ plötur. Síðan hætti Kirby að leika inn hjá „Decca“ og fór til „Vocalion", síðan til „Columbia“ og þá „Okeh“. — Nokkrar þessara platna voru gefnar út á „Phar- lophone“ í Englandi og meira að segja tvær hjá „Brunswick" í Þýzkalandi, þ. e. a. s. „Effervescent Blues“ og „It Feels So Good“. En beztu plöturnar, „I May Be Wrong“, „Sweet Georgia Brown“, „Rose Room“ og „Coquette" er ófáanlegar í Evrópu. Það batnaði samt um 1941, þegar að Kirby fór að leika inn fyrir „Victor“. — Þar fáum við „Bugler’s Dilemma" og „Close Shave“, auk tveggja ágætra bluesa. Um þetta leyti urðu fyrstu breytingarnar í hljóm- sveitinni. Hjá þeim varð ekki komizt: O’Neill Spencer dó. Specs Powell tók við af honum. Þetta var mikill skaði. Spencer var tilvalinn í slíka hljómsveit. Hann lék mjög smekklega og var þar að auki góður söngvari. Við höfum þegar minnst á fjölhæfni Charlie Shavers. Hann er einn hinna traustari trompetleikara. Eini ókostur- inn við hann er, að tæknin fær stundum yfirhöndina. Hið sama má eiginlega segja um klarinetleikarann Buster Bai- $a,dU;á 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.