Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 23

Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 23
stöðum. Þarna á búllunni ægði saman skítugum mönnum og skeggjuðum, og prúðbúnum mönnum eins og póstmann- inum og mér. Því miður töluðu þeir saman á ítölsku eins og von var, en Póstmaðurinn sagði mér, að þeir töluðu saman um allt mögulegt, allt frá því hvernig þeir ættu að „redda“ húsaleig- unni, upp í ástand og horfur almennt. — Maður kom inn með harmoniku og reyndi að stampa henni, annar hamaðist við að búa til sígarettur úr stubbum, sem hann hafði tínt í þeim tilgangi, en póstmaðurinn og ég drukkum kaffi, sem var svo sterkt og þykkt, að það rétt rann úr bollanum, þegar maður hallaði honum. Bezta kaffi í heimi, held ég. — Við reyktum og ég spurði. Á Ítalíu er of mikið af hljóðfæraleik- urum og söngvurum. Atvinnuleysi er mikið af þeim sökum og kaupið mis- jafnt. Á öllum betri stöðum leika stórar jazzhljómsveitir, en einkum þó á þeim stöðum, sem ætlaðir eru ameríkönum og öðrum ferðalöngum. Ég man eftir einu kvöldi, þegar ég var á gangi við Riviera ströndina, en fyrir miðju hinn- ar ítölsku Rívíera stendur einmitt borg- in, að ég rakst á stað, sem hét Nuevo Lido. Þetta var staður, sem saman stóð af vaggandi pálmum undir berum dökk- bláum næturhimni. Lítil borð voru milli trjánna á geysi „flottum" palli eða úti- leiksviði, spilaði stór hljómsveit í amer- ískum stíl. Meðfram allri ströndinni, og hún er löng, eru slíkir staðir og hafa flestir mjög góðar hljómsveitir. En al- menningur á Ítalíu getur ekki veitt sér slíkt, eins og að sækja þá, og því eru þeir sjaldan fullir. Ýmsar amerískar og aðrar erlendar jazzhljómsveitir hafa leikið í hinum stærri borgum — og verið vel tekið af jazzistum, þar eins og annars staðar. í Róm, sagði póstmaðurinn mér, spiluðu oftast nær að staðaldri einhverjar er- lendar frægar hljómsveitir í nætur- klúbbunum. Hins vegar hefur almenn- ingur í landinu furðu lítinn áhuga fyrir jazz, sagði hann, enda er það ekki und- arlegt, þar sem menn eins og Caruso og Gigli eru einkum dýrkaðir, einkum sá hinn síðarnefndi, og þarf engan að undra það. Ég kvaddi póstmanninn, því að hann þurfti að fara til vinnu sinnar og hafði hann sagt að ég mætti koma á póst- húsið, ef ég væri í vandræðum með eitt- hvað, og héldi að hann gæti hjálpað mér. MÚSIKÞÆTTIR í erlendum útvarpsstöðvum apríl—júní, sumartími. GUÐMUNDUR KR. BJÖRNSSON tók saman BBC — F. hádegi 19m. — E. hádegi 16—19— 25m. Kvöld 19—25—31m. Nótt 25—31—49m. a—15 mínútur, b—30, c—45. Sunnd.: 13.40 c Hljómsveit. 15.00 c Jazzlög (finnskt, 25m). 17.00 b Jazzklúbburinn mánaðarlega (danskt, 25 m.). 19,30 b Jazz (franskt, 41—49m). 21.15 c Óskalög. Mánud.: 14.15 c Nýjar plötur. 15.25 a Óskalög. 17.30 b Jazzhljómsveit. 18.30 b Vinsæl lög. Þripjud.: 10,30 b Óskalög. 13.15 c V. Silvester. 22.00 c Nýjar plötur. MiOvikud.: 10.30 b Vinsæl lög. 11.45 b Jazz (plötur). 15.25 a Óskalög, 20.15 c Hljóm- sveit. 21,45 a Hljómsveitir. 23.15 b Jazz- hljómsveit. Fimmtud.: 81.5 c V. Silvester. 12.15 a Óskalög. 17.30 b Tip-Top lög. Föstud.: 21.15 b Jazz (plötur). 1.15 c hljóm- sveit. Laugard.: 10.30 b Óskalög. 12.30 a Hljómsveitir. 13.15 c Óskalög. 20.15 b „Afro-American Bands" 8 þættir (VA-19m., en næst maí eða júni 16m). 22.00 c V. Silvester. 23.15 b Jazz (plötur). Light Programme—1500m (200 kc/s). 8.10—9.00 (mánud.-laugard.) Létt lög. — 17.00 (laug.) Jazz. 21.20—22.00 (mánud.- föstud.) og 21.15—22.56 (laugard.) Hljóm- sveitir. „Midnight in Munich" kl. 23.05—24.00 (mánud. miðvd. og föstud.) 48.70m. (6.16 mc/s) 10 kw. (Sama 312m).

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.