Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 12
ley. Er það ástæðan fyrir því, að hann hefur aldrei komist á bekk með fræg- ustu klarinetleikurunum. Russell Pro- cope er öðruvísi. Út á hann er ekkert hægt að setja. Allur leikur hans er hinn fullkomnasti. Billy Kyle hefur bæði orð- ið fyrir áhrifum frá Teddy Wilson og Earl Hines. Hann er fyrirtaks píanó- leikari í lítilli hljómsveit, byggir vel upp og er góður einleikari. Kirby ber höfuð og herðar yfir þá. Með sínum mikla tón á bassann bindur hann hljómsveitina saman. Nokkru fyrir stríðslok voru þeir Shavers, Procope og Kyle kvaddir í her- inn. Emmet Berry tók sæti Shavers. — Það er ekki auðvelt að gera sér fulla grein fyrir leik hans. Að nokkru leyti hefur hann orðið fyrir áhrifum frá Shavers og þá hefur hann einnig orðið að leika útsetningar hans. — „Ram“ Ramirez tók við píanóinu — snjall píanisti í Wilson stílnum, og George Johnson kom svo á altó. Hann hafði leik- ið í París fram til 1939, en þegar hann kom aftur til Bandaríkjanna varð Kirby fyrstur til að „uppgötva“ hæfileika hans. í fyrsta sinn stækkaði Kirby nú hljómsveitina með því að bæta Bud Johnson við á tenór. En hann hélt sér innan takmarkanna og fór ekki út á brautir, sem hljómsveitin hafði ekki troðið. Bill Beason trommuleikari tók við af Specs Powell, sem er góður trommu- leikari með skínandi smekk en ekki sjálf- stæðan stíl. En það hafði ekkert að segja, þar sem tromman hafði aldrei verið það þýðingarmikil í hljómsveit- inni. Að stríðinu loknu réðst Shavers í stór- ar hvítar hljómsveitir, eins og Artie Shaw, Raymond Scott, Charlie Barnet og Tommy Dorsey í stað þess að koma til Kirby eins og við hefði mátt búast. En þó lék hann inn á nokkrar plötur með hljómsveitinni hjá „Asch“. Lög eins og „Mop Mop“, „K. C. Kaboose“ og „9:20 Special“. Hægt og sígandi þrengdi að hljóm- sveitinni. Stóru plötufyrirtækin og út- varpsstöðvarnar vildu ekki líta við öðru en 100% verzlunarmúsík. Jafnvel Basie varð að bæta við strengjahljóðfærum! Það kom nýr stíll, sem Kirby og Shavers höfðu að nokkru leyti rutt brautina fyrir: Be-bop. Aðeins snillingar eins og Armstrong, Ellington, Hawkins, Carter og Hampton stóðust þessi umbrot. Sem neyðarúrræði bætti Kirby við söngkonu. 1946 má finna hann með Sarah Vaughn á „Crown“ plötum. Sarah var þá að ryðja sér braut. Síðan komu sex „Disc“ plötur með Shirley Moore, og nokkru síðar með annarri söngkonu á „Apollo“ plötum. Kirby hafði aftur snúið sér að upp- runalegu hljóðfæraskipuninni. Clarance Brereton (stundum skrifað Bretherton) reyndi að leika eins og Shavers, Bailey, Procope og Kyle voru komnir aftur. — Trommuleikarasætið var skipað Bill Beason. En gamli andinn, sem auð- kenndi hljómsveitina var hvergi nærri. Nokkru áður en hljómsveitin leystist upp, urðu nokkrar breytingar á henni. Óþekktur trompetleikari að nafni George Taitt var ráðinn. Hank Jones tók við af Kyle og Hilton Jefferson af Pro- cope. Jefferson var vel þekktur, en al- gjörlega utangátta í Kirby hljómsveit- inni. Hann á miklu frekar heima sem fyrsti maður í saxafónsection, þar sem hann leiðir með sínum mjúka og hreina tón. En hann var ekki einleikari fyrir þessa tegund hljómsveitar. Fjögur lög voru gefin út á „Crown“ plötur með þessum mönnum, tvö þeirra eru að Framh. á bls. 17.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.