Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 24

Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 24
ir DIZZY GILLESPIE hélt hljómleika í Carnegie Hall fyrir nokkru, þar sem hann kom fram með strengjahljómsveit þeirri, er hann lék inn á plöt- ur með fyrir nokkru, og getið var um í siðasta hefti. Prá því að Parker fann upp á þessu að koma fram sem ein- leíkari og láta strengjahljóð- færi aðstoða sig, hefur þetta breiðzt nokkuð út. — Nokkru eftir að Gillespie-plöturnar komu á markaðinn var það tilkynnt, að píanóleikarínn Erroll Garner ætlaði að leika inn á nokkrar plötur með strengjum og fleiri ætla að koma á eftir. ÍT REINHOLD SVENSSON, hinn blindi sænski píanóleik- ari, er sennilega sá erlendi jazzleikarinn, sem þekktastur er í USA. — Plötur þær, sem hann hefur leikið inn með trlói í Svíþjóð og gefnar hafa verið út í Bandaríkjunum, eru mikið keyptar, og oft leiknar 1 útvarpsstöðvum víðsvegar um Bandaríkin. ir DUKE ELLINGTON hélt hljómleika í The Metropolitan Opera House i New York síð- ast í janúar. Hljómleikarnir vöktu geysimikla athygli og fengu mjóg góða ctóma. ir FLETCHER HENDERSON, sem fyrir nokkru kom fram með sextett í klúbbnum Cafe Society í New York, liggur nú veikur. Hægri hlið hans lam- aðist, en vonir standa tíl um að hann nái sér. — Guitarist- inn Les Paul liggur veikur á heimili sínu í Kaliforníu. — Hann fékk slag. ir MCM hljómplötufyrirtækið hefur undanfarna mánuði fastráðið nokkrar þekktar hljómsveitir. Woody Herman er hættur hjá Capitol og kom- inn til MGM, Buddy DePranco sem nýlega hefur stofnað stóra hljómsveit mun leika inn fyrir MGM, — og eins hefur Tex Beneke hætt hjá Victor og farið til MCM. Hljómplötu- fyrirtæki þetta er eitt af yngri plötufyrirtækjunum í Banda- ríkjunum, en er þegar komið í hóp hinna stærri (Decca, Victor, Columbía, Capitol). — Þeir Billie Eckstíne og George Shearing eru báðir á samn- ingi hjá MGM. Billie söng fyrir nokkru inn á plötu með aðstoð hljómsveitar Woody Herman. Platan tókst sérstak- lega vel og selst mikið. ir HUDDIE LEDBETTER, — hinn víðþekkti negrasöngvari, upplifði það aldrei að lag, sem hann hafði samið fyrir mörg- um árum yrði þekkt. — Led- better dó fyrir ári siðan, en skömmu síðar náði lag hans vinsældum og fór sigurför um allan heiminn. Hvarvetna hef- ur það verlð metsölulag. Lagið heitir „Gooctnight, Irene", og hefur það engu að siður átt vinsældum að fagna hér sem annars staðar í heiminum. +■ PUTTE WICKMAN-sextett- inn hinn sœnski mun jafnvel fara til Ítalíu og leika þar nœstu mánuði. — Afráðið er. að danski jazz-fiðluleikarinn Sören Christiansen fari með hljómsveit sína til Spánar og leiki þar í nokkra mánuði. — Sören er með Svía í hljóm- sveit sinni og hefur hljóm- sveitin leikið í Sviþjóð um langan tima. ir GENE KRUPA hefur lagt niður hina stóru hljómsveit sfna og kemur nú aðallega íram i sjónvarpi með lítilli hljómsveit. — Síðustu fregnir herma, að hann ætli að kaupa mjólkurbú — en að sjálfsögðu mun hann halda áfram að spila! ir BENNY CARTER er nú með litla hljómsveit og hefur hún leikið undanfarið í Chi- cago. Hinn þekkti trombón- leikari J. J. Johnson er með honum i hljómsveitinni. -A- DAVE BRUBECK, píanó- leikari, sem er vel kunnur í Kaliforníu, hefur verið með tríó í Chlcago undanfarnar vikur og mun sennilega leika í New York á næstunni. Trió þetta hefur vakið talsverða athygli — stíll þess er einna likastur Shearing-stilnum og ber pianóleikur Dave þess vott að hann hefur orðið fyrir áhrifum frá Shearing. + PEE-WEE RUSSEL, hinn gamalkunni Dixieland-klarinet ari, liggur veikur á sjúkrahúsi í Kaliforniu. Veikindi hans munu stafa af því, að hann hefur innbyrgt fullmikið af alkóhóli um dagana. (Vonandi skánar þeim gamla, svo að hann geti byrjað aftur). 24

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.