Jazzblaðið - 01.04.1951, Page 7

Jazzblaðið - 01.04.1951, Page 7
Dick Katz, Laurie Deniz, Ray EUington og Coleridge Goode. um, að öllum frístundum sínum varði hann til þess að læra á trommu. Árið 1933 fékk hann sína fyrstu stöðu sem trommuleikari. Var það i Park Lane hótelinu í hljómsveit negrans Rudolph Dunbar, sem lék á klarinet. — Auk þess lék hann í jam-sessionum, sem haldnar voru í ýmsum næturklúbbum. Litu þá oft inn frægir amerískir hljóð- færaleikarar og léku með. Má þar t. d. nefna þá Coleman Hawkins, Benny Carter og „Fats“ Waller. Lærði Ray mikið af þeim, og gáfu þeir honum oft holl og góð ráð. Fyrstu kynni sín af stórum hljóm- sveitum fékk hann, þegar hann lék fyrir Van Phillips, en þaðan réðst hann til Harry Roy sem trommuleikari og söngv- ari. Þar var hann í 5 ár, eða þangað til styrjöldin síðari skall á. Þá réðst hann í flugherinn sem tónlistarmaður og leikfimisþjálfari. Síðar vann hann við akstur milli Skotlands og London. Ok hann þar geysistórum hlössum af sprengjum og flugvélum. Þá réðst hann til hins franska fiðlu- leikara Stephan Grappelly, og komu þeir fram í útvarpi, kvikmyndum og á plöt- um. — Að lokum réðst hann svo sem söngvari í útvarpssextett Tito Burns, þar fékk hann þá hugmynd að stofna Ray Ellington kvartettinn. PÍANÓLEIKARINN DICK KATZ Hann er almennt talinn með þremur beztu píanóleikurum Englands. Áður en hann yfirgaf Holland 1935, fékk hann sín fyrstu kynni af negra- hljómsveit, þegar hann lék fyrir Willie Lewis. Einnig lék hann undir hjá tríói, sem lék í Hilversum-útvarpið. Hann segist ekki hafa leikið neitt að ráði fyrr en hann réðist í kvartettinn, en þó lék hann stundum árið 1940 með út- varpssextett Harry Parry. í 8 ár var leikur hans vinsæll í klúbb- um Lundúnaborgar og lék hann lengi í „Café Society" og „Caribbeau“. — Lék hann þá oft með Colridge Goode, Lau- deric Caton og Laurie og Frank Deniz. Dick er ágætur málamaður og getur talað jöfnum höndum þýzku, frönsku, hollenzku og — auðvitað — ensku. Hann vinnur ekki aðeins sem tón- listamaður fyrir kvartettinn, heldur er hann framkvæmdastjóri þeirra og fjár- málasérfræðingur. COLRIDGE GOODE Colridge Goode kom til Englands frá Jamaica 1936 til þess að læra vélvirkj- un. Hann er af músíkölsku fólki kominn og lék hann fyrst á fiðlu. Ekki dvaldist hann lengi við vélvirkjanámið, heldur fór að æfa sig á kontrabassa og áður en varði var hann farinn að leika með mönnum eins og Johnny Claess, Eric Winston og Caribbeau Tríóinu. Síðari hluta ársins 1947 réði Ray hann

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.