Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 16
og leika á jam-sessionum/dansleikjum, þar sem kjarni danskra jazzunnenda mætist. Hérna er það, sem danski jazzinn lifir — í jazzlclúbbunum. Það eru margir jazzklúbbar víðsvegar um landið, með ca. 3000 meðlimi saman- lagt. í Kaupmannahöfn eru tveir stórir klúbbar og margir minni. „Hot Club of Denmark" er sá stærsti. Hann var stofnaður 1946, þegar Don Redman hljómsveitin hélt hljómleika. — Það byrjaði með minni háttar jam- sessionum með Don Redmán og hans mönnum. Þegar þeir fóru komst maður að raun um, að það var jarðvegur fyrir jazzklúbb, þar sem hægt væri að koma saman til að ræða um tónlist þá, er við dáðum. Klúbburinn hélt tvo fundi í mán- uði. Á þessum fundum voru flutt fræð- andi erindi um alla hina þekktari jazz- leikara. Klúbburinn stækkaði, og 1948 eignaðist hann eigin hljómsveit, í New- Orleans stílnum og var hún hin fyrsta sinnar tegundar í Danmörku. Klúbbur- inn tók til að gefa út eigið blað „Hot Club Nyt“. Blaðið var aðeins fjórar síð- ur og fjölritað, en það var þó betra en ekkert. — Hljómsveit klúbbsins er nú talin ein bezta hljómsveit landsins, og hefur hún valcið athygli erlendis gegn- um útvarpsþáttinn „Radioens Jazzklub", og hafa þeir hlotið mörg mjög glæsileg til boð, m. a. bauð Charles Delauny þeim á hina árlegu jaððhátíð í Frakklandi 1950, en vegna ýmissa örðugleika gátu þeir ekki farið. Fyrir nokkrum mánuðum hóf klúbb- urinn útgáfu annars blaðs, og er það prentað og er frítt fyrir meðlimi klúbbs- ins, heitir það „Jazz Parade“. Auk þess er klúbbur í Kaupmanna- höfn, sem heitir „Swing, sweet and hot club“. Klúbbur þessi sér um jam-sess- ionir/dansleiki, fyrirlestra og kvik- myndasýningar fyrir meðlimi sína. En klúbburinn er hlyntari hinum nýja jazz. „Jazzvennerne" heitir annar stór blúbb- ur. Hann sér aðeins um jazzhljómleika, jam-sessionir og kvikmyndasýningar. Víðar á landinu eru klúbbar, sem flestir eru með 2—3 hundruð meðlimi, og starfa þeir allir á svipuðum grund- velli og klúbbarnir í Kaupmannahöfn. Einnar annar og virkur þátttakandi í dönsku jazzlífi er þátturinn „Radioens „THE HOT CLUB JAZZ BAND", ásamt þremur kvenmeðlimur klúbbsins. Hljómsveitin jrá vinstri: Albert Kramer Jacobsen (banjo), Alf Engberg (bassi), Helmuth Lassen (trombón og stjórnandi), Niels Jörgen Bödker (trommur), Ib K. Olsen (kornet) og Peter Mik- kelsen (klarinet). 16 JazziLéií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.