Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 20

Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 20
hefur á okkur norðurlandabúa og kost- ar óvíða meira en sem svarar krónu glasið. Eg var því á góðri leið með að verða hrifinn, þegar ég átti leið fram hjá lít- illi vínstofu, en það var vegna þess að ég heyrði ungan mann vex-a að leika á guítar og syngja, að ég fór þar inn ásamt nokkrum félaga minna. — Við stilltum okkur upp í kringum ítalann, sem brosti og hélt áfi'am að syngja eins og ekkert hefði ískorizt. Líklega hefur honum fundizt ég eitthvað athugandi, því að hann benti mér á sæti við borð sitt og rétti mér glas. Þar sat stúlka, sem auðsjáanlega var vinkona gítarist- ans og skenkti hún í glös handa okkur. Þarna kunni enginn ítalanna annað en móðurmál sitt og var því nokkuð erfitt að gera sig skiljanlegan, en ég óskaði eftir fleiri lögum með því einu að klappa, og sama gerðu flestir viðstaddir. Hóf hinn þá söng aftur og tóku flestir undir, en einkum söng stúlkan þó fall- ega, og voru það þjóðlög, sem sungin voru. Leið svo nokkur stund, að ýmist var drukkið ávaxtavínið, skipzt á sígar- ettum, klappað og sungið. Vissi ég þá ekki fyrri til, en eldri maður klappar á öxlina á mér og réttir mér lítinn gítar og segir um leið: Cante, cante. Vissi ég að það þýddi syngdu, syngdu, en þar sem ég hef mjög lítið fengizt við það, varð ég í mestu vandræðum, en datt allt í einu í hug upphátt: Santa Lucia. Vissi ég ekki fyrri til en allir viðstaddir voru farnir að syngja og ég tók guítar- inn og sló undir. Án efa hefur það ein- ungis verið vegna þess, að ég var út- lendingur, en af þessu urðu þeir hrifnir. Að skilja það er ekki erfitt. Hugsum okkur, að svertingi væri með okkur í parlíi og segði allt í einu: Nú er frost á fróni. Allir hlytu að taka undir. Eftir þetta litla atvik vorum við vinir þeirra. Farið var með félaga mína að næsta borði og þeim veitt þar vel, meðan allir viðstaddir kepptust við að votta okkur vináttu sína. Var sungið áfram af mestu gleði og að lokum var svo komið eftir klukkutíma eða svo, að svo margir voru komnir inn í þessa litlu vínstofu, sem einungis rúmaði þrjú venjuleg borð, að ítalinn stóð upp og benti okkui’, að nú skyldum við fylgja sér. Það gerðu flestir viðstaddir og það var gengið eftir ótal sundum, því að annað er ekki hægt að kalla götuimar þairna, unz við að lokum vorum komnir niður að hafnargötunni, sem þai’na heit- ir Via Gi'amsci. Við vorum ekki almenni- lega vissir hvað ætlazt var fyrir og hópur okkar íslendinganna tvísti’aðist, þannig að ég var að lokum einn eftir. Hugsið ykkur hóp af fólki, sem fyrir færu menn með gítai'a. Hjálpi'æðishei'- inn myndi flestum víst detta í hug, en svo var ekki. Heldur var ætlunin sú, að finna heppilegri stað, þar sem fleiri gætu hlustað og betur færi um við- stadda. Og staðurinn var kjallari eða hvelfing nokkur undir einu hinna stóru húsa. Þangað var farið inn. Lítil vín- stofa var fyrir fi'aman, en ljóslaust fyi'ir innan, í hinum innsta kjallai’a, sem var múraður eins og gi’afhvelfing, loftið bogmyndað og lágt undir það og blærinn yfir öllu þar inni hi'ein ítalsk- ur. Ljós var kveikt, stólar sóttir, vín borið fram og svo hófst söngurinn á ný. Þarna komu rétt seinna allir félag- ar mínir, en ítalirnir voru ekki ánægðir fyrr en ég hafði leitað þá uppi og vís- að þeim leiðina. Sennilega hafa verið að minnsta kosti þi'játíu manns, sem sátu í kring um hið eina borð, sem þai'na var, en það var geysistórt og sátum við saman við annan enda þess ég og ítalski 20

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.