Jazzblaðið - 01.04.1951, Qupperneq 13

Jazzblaðið - 01.04.1951, Qupperneq 13
Fremstu {Mar Englands Svavar Gests tók saman Hinar árlegu kosningar enska tón- listablaðsins „Melody Maker“ voru að nokkru leyti svipaðar og í fyrra, en þá voru'nöfn þriggja fyrstu manna á hvert hljóðfæri birt hér í blaðinu. Að þessu sinni vekur athygli hinn þre- faldi sigur Johnny Dankworth. Hann er kosinn bezti altó-sax.leikarinn, hljóm- sveit hans er fremst í hópi litlu hljóm- sveitanna og að lokum er hann kosinn „hljóðfæraleikari ársins“. Engan undr- ar fyrsta sæti hans á altó, og ekki held- ur sæti hans sem hljóðfæraleikari árs- ins, en hitt kemur mjög á óvart, að hljómsveit hans, sem er tæplega árs- gömul skuli fara fram úr hinum þekkta Ray Ellington kvartett og Tito Burns sextettinum. Ray Ellington kvartettinn varð nr. 2 og Tito nr. 4. Sextett Ralph Sharon er nr. 3. Hljómsveit tenóristans Kenny Graham varð númer 5, en hann er sjálfur nr. 2 sem hljóðfæraleikari ársins og nr. 3 á tenór. Þar eru á undan honum hinn ósigrandi Ronnie Scott nr. 1 og Tommy Whittle nr. 2. Ronnie Chamberlain kemur næstur Dankworth á altó og er hann einnig fremstur á sópran-saxófón. Þriðji á altó er Les Gilbert hjá Ted Heath. Á baritón er Dave Shand fremstur og auðvitað Jackie Armstrong á trom- bón. Síðan koma hinir þekktu trombón- istar Gordon Langhorn og George Chis- holm. Enn einu sinni er Kenny Baker Johnny Dankivorth fremstur á trompet. Síðan koma þeir Albert Hall og Dixieland trompetleikar- arnir Humprey Littleton og Freddy Randall. Sid Phillip, Henry McKenzie og Nat Temple eru fremstir á klarinet, en varla hægt að telja þá reglulega jazz- leikara. Rhythmahljóðfærin koma næst og ber þar fyrst að telja píanistann Ralph Sharon, sem verið hefur ósigrandi síðan George Sheararing fór til USA. Næst- ur honum kemur svo Steve Race, sem lék hér á sínum tíma með B. Feather- #a»tUiS 13

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.