Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 10
DR. DIETRICH SCHULZ—KDHN hefur skrlfað þessa fróðlegu grein sérstaklega fyrir Jazzblaðið. Hljómsveit John Kirby í sögu jazzins hefur sex manna hljóm- sveit John Kirby skráð einn, og ekki minnsta kaflann. Það er ekki um bassa- leikarann John Kirby einan, sem ég ætla að ræða um heldur um hina litlu hljómsveit hans. Það er einkennilegt, að þær negrahljómsveitir er frægð hafa hlotið hafa sem sagt allar verið stórar: Duke, Basie, Lunceford, Henderson og Hampton (að undanskildum hinum litlu hljómsveitum, er hann hefur sett sam- an til að leika inn á plötur). John Kirby fæddist á gamlárskvöld 1908 í Baltimore, þar sem hann síðar hlaut menntun sína í tónlistarskóla, en þar lærði hann á píanó og trombón. — Síðar fór hann að leika á túbu og kontra- bassa. Árið 1928 tók hann sæti June Coles í hljómsveit Fletcher Henderson, og þar með er frægðarferill hans hafinn. Hann lék með hljómsveit þessari fram til 1936, að undanskildum nokkrum mán- uðum á árinu 1934, er hann lék hjá Chick Webb. 1936 freistaðist hann til að byrja að leika með „Blue Rhythm Band“. Þessi skipti hans urðu honum til heilla. Þarna kynntist hann hljóðfæra- leikurum, sem hann síðar réði í hljóm- sveit sína. Verk hans með hljómsveitum, er leik- ið hafa inn á plötur er mun meira en það, er að framan getur. Fyrst er hann á plötum með „Chocolate Dandies" og „Hawkins-Allen“, seinna finnum við hann á plötum með Lionel Hampton, og meira að segja Benny Goodman kvint- ettinum. Og skömmu fyrir stríðið má oft finna hann á plötum með Teddy Wil- son og eins hinum athyglisverðu plöt- um Frank Newton. Upptökur hans með Putney Dandridge, Dick Porter, Willie „The Lion“ Smith og jafnvel Mezz Mezz- row eru ekki nærri eins þekktar. Til að fullkomna upptalninguna getum við nefnt plötur hans með Mildred Bailey og Billie Holiday, Taft Jordan, Johnny Dodds, Buster Bailey og plötur þær, er enski trompetleikarinn Nat Gonella gerði í Bandaríkjunum. Frá 1940 og allt þar til hann lagði niður hljómsveit sína, finnum við hann sjaldan leika undir stjórn annara. — Hinar fáu undantekningar eru nokkur lög inn á „Capitol" plötur, með þeim Hawkins og Billy Kyle (1946), og einnig er hann lék með hljómsveit Charlie Baniet. Árin frá 1938 til 1946 er án efa beztu ár Kirby. — Samsetning hljóm- sveitar hans var dálítið sérstæð. Hann notaði hvorki tenór-saxófón né trombón. Hann notaði eingöngu hærri hljóðfæri: trompet, klarinet og altósaxófón, auk þriggja rhythmahljóðfæra — hann sleppti guitarnum. Um leið og John Kirby var stjórnandi og skipuleggjari hljómsveitarinnar var Charlie Shavers sál hennar. Hann skrif- 10

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.