Jazzblaðið - 01.06.1951, Page 4
ÍSLENZKIR HLJÓÐFÆRALEIKARAR:
GUNNAR
t
Gunnar Ormslev fæddist í Kaup-
mannahöfn 22. marz 1928. Faðir Gunn-
ars er danskur en móðir hans íslenzk.
Ung-lingsár Gunnars er Kaupmannahöfn
hersetin af þýzkum her og allt Iíf mjög
lamað. Hefði að sjálfsögðu mátt búast
við, að jazzlíf væri þá fyrst og fremst
ekki neitt, þar sem nazistar bönnuðu
allan jazz í Þýzkalandi, og eins þeim
löndum, er þeir höfðu hertekið. En svo
var ekki í Danmörku. Þeir létu jazz-
leikarana í friði með músík sína og hef-
ur jazzlíf í Danmörku varla nokkurn
tíma verið jafn blómlegt og einmitt á
stríðsárunum.
Gunnari gáfust þess vegna mörg tæki-
færi til að hlusta á jazzhljómsveitir og
notfærði hann sér þau eins og hann bezt
gat.
Hann fékkst samt lítið sem ekkert við
hljóðfæraleik áður en hann kom til ís-
lands. Hann var þó lítið eitt farinn
að leika á altó-saxófón og höfðu nokkrir
jafnaldrar hans æft saman í lítilli
hljómsveit.
Fáum vikum e.ftir að Gunnar kom
hingað fór hann að leika á dansleikj-
um og þá aðallega skóladansæfingum.
Fyrst voru þeir Eyþór Þorláksson guit-
arleikari og Guðmundur Steingrímsson
trommuleikari með honum. Ennfremur
Kristján Magnússon píanóleikari, en í
hans stað kom fljótt Steinþór Stein-
grímsson og eins bættist Ólafur G. Þór-
hallsson við í hljómsveitina með guitar,
fór Eyþór um það leyti að Ieika á kontra-
bassa.
4 JajMaáiá
ORMSLEV
Gunnar stóð fyrir hljómsveit þessari,
sem nefndist G. O. kvintettinn. Kom
hún viða fram og varð nokkuð þekkt
i þessa fáu mánuði, er hún var við líði.
Léku þeir m. a. um skeið í samkomusal
mjólkurstöðvarinnar veturinn 1946—
1947.
Gunnar lék á altó-saxófón og þótti
leikur hans mjög líflegur. Hann hafði
mikla tækni á hljóðfæri sitt, hafði þó
aðeins verið með það í nokkra mánuði.
Tónn hans var ekki að sama skapi góður.
En er Gunnar fór að leika á tenór, urðu
mikil umskipti. Tónninn varð mun betri
og fór stöðugt batnandi. En ekki lief-
ur Gunnar samt hinn mikla tón, sem á
sínum tíma var talið nauðsynlegt að
hafa, ef maður átti að teljast góður
tenór-saxófónleikari, en þá líktu nú líka
allir eftir Coleman Hawkins! Nú eru
komnir aðrir menn með annan stíl en
Hawkins, og þá um leið annan tón. Þeir
hafa samt sem áður sannað að þeir gátu
engu að síður leikið góðan jazz, meira
að segja svo góðan að nokkrir þeirra
hafa undanfarin ár hlotið mun meiri
vinsældir en gamli snillingurinn.
Gunnar gerði lítið af því að hlusta á
héidenda jazzleikara fyrsta árið sitt hér.
Kvöld eitt var hann fengin til að leika
með Birni R. og hljómsveit í forföllum
annars manns og komst hann þá að raun
um, að hér voru góðir jazzleikarar á
ferðinni, þá stundina honum fremri.
Haustið 1947 kom Gunnar í hljóm-
sveit Björns, tók hann sæti Gunnars
Egilsonar, er farið hafði utan til náms.