Jazzblaðið - 01.06.1951, Síða 9

Jazzblaðið - 01.06.1951, Síða 9
„Tall, dark and hand- some" Bill Chase i góð- um félagsskap. — Frá v.: Kristján Magnússon, Ólafur Gaukur, Grettir Björnss., Steinþ. Stein- grímsson, Bill Chase og Jón Sigurðsson. Mynd- in var tekin á kabarett- sýningu, sem Kristinn Vilhelmsson fœrði upp á Keflavikur-flugvelli fyrir nokkru. TAL FARLOW Framh. af bls. 7. Philadelphia. Hann lék hingað og þang- að þar í borg, þar til hann fékk vinnu í Dardanella tríóinu, en þar var hann tvisvar, hálft ár í hvort skipti. Nokkrum mánuðum síðar fór hann til New York og fékk þar vinnu ásamt Margie Hyams og Teddy Napoleon. — Síðan réði Buddy DeFranco hann í kvartett sinn, sem hann ferðaðist um með sumarið 1949. Þegar DeFranco kom aftur til New York hætti Tal hjá hon- um og réðst í Marshall Grant tríóið, þar sem hann var í sex mánuði. Þegar Red Norvo stofnaði tríó sitt í fyrra, mæltu aðrir guitarleikarar svo mjög með Farlow, að Norvo réði hann. Og þá hafið þið það. Úr þessu varð frá- bært tríó, og jafnvel enn frábærari guit- arleikari fékk þarna tækifæri til að leika einmitt það, sem hann vildi, og oftar en nokkru sinni fyrr. Farlow eyddi löngum tíma í að ná þeim tón, sem honum líkaði úr hljóðfæri sínu. Hann lét setja alveg nýtt gripa- bretti á guitar sinn. Það er styttra en venjulega, svo að strengirnir styttast um 3—4 cm. Það hefur í för með sér, að strengirnir þurfa ekki að vera eins strengdir, til að hljóma með öðrum hljóðfærum. Þetta skapar mýkri tón og gefur Tal nokkra sérstöðu, þar eð hann kemst ofar á hljómborðinu. Ef þið fáið nokkurn tíma tækifæri til að heyra í piltinum, þá notið það. Ég geri ráð fyrir, að þið munið fallast á, að hér sé á ferðinni glæsilegur jazzleik- ari, sem er gæddur öllum eiginleikum, sem þarf til að verða einn sá mesti. (Lárus Lárusson þýddi úr Doivn Beat). SAGT í JAZZBLAÐINU . . . „Að mörgu leyti er alls ekki eðlilegt, að íslendingar viti mikið um jazzmúsik, eða geri greinarmun á henni og dægui-’ lögum, því að fjöldinn allur af fólki finnst hér, sem aldrei hefur hlustað á jazzlag“. Ólafur Gaukur. flazxtfaÍiÍ 9

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.