Jazzblaðið - 01.06.1951, Qupperneq 19
Krislján Kristjáns-
son, 5. saxófónti (bari-
tón), 25 ára. Kristján
er til þess að gera ný-
byrjaður á baritón-
saxófón, en leikur engu
að síður vel og er
hljómsveitinni mikil stoð. Kristján byrj-
aði ungur að leika á harmoniku, en tók
nokkru síðar klarinettið fyrir, sem hef-
ur verið hans aðalhljóðfæri. Hann leik-
ur einnig á altó-saxófón. Hefur stjórnað
hljómsveitum frá 1947.
Magnús Pétursson,
pianó, 21 árs. — Hóf
orgelnám 10 ára og
píanónám nokkrum ár-
um síðar heima á
Akureyri. — Lék þar í
hljómsveitum áður en
hann kom til Reykjavíkur, þar hélt hann
áfram píanónámi í Tónlistarskólanum.
Hefur leikið með nokkrum hljómsveitum
hér, en er nú fyrri hluta vikunnar á
Borginni og síðari hlutann hjá Birni R.
Einarssyni.
Ólafur G. Þórhálls-
son, guitar, 20 ára. —
Lærði á guitar hjá
sjálfum sér og var far-
inn að leika á skóla-
dansæfingum 15 ára.
Lék á sínum tíma í
G.O.-kvintetinum. Lék þarnæst í hljómsv.
Billich, síðan hjá Birni R., þá Steinþóri
og síðan KK, þar sem hann er nú. —
Gaukur er góður útsetjari, útsetur mest-
allt hjá KK. Útskrifaður stúdent frá
M. A. fyrir tveim árum. Hefur verið
við nám í Háskólanum í vetur.
Jón SigurSsson, bassi,
19 ára. — Hóf nám í
bassaleik 16 ára og fór
um svipað leyti að
leika hjá Jan Morávek,
og þar lék hann þar til
hann byrjaði hjá Birni
R. síðastliðið haust. Jón hefur einnig
lítilsháttar leikið með symfóníuhljóm-
sveitinni. Er einn efnilegasti hljóðfæra-
leikarinn, er fi-am hefur komið undan-
farin ár.
Guðm. R. Einarsson,
trommur, 25 ára. Hef-
ur alltaf haft mikinn
áhuga fyrir tónlist. —
Fór að leika á tromm-
ur 19 ára og nokkru
síðar byrjaði hann í
fyrstu hljómsveit Björns bróður síns,
þar sem hann hefur leikið síðan. Guð-
mundur hefur einnig fengist lítilsháttar
við að leika á önnur hljóðfæri og náð
góðum árangri.
Jazzhljónileikar Jazzblaðsins
Framh. af bls. 12.
kvæmt ritualinu, og kom þá í ljós að
ennþá eiga þeir húmorinn, þeir buðu
upp á óskalag, públikum heimtaði Cal-
donia, og vinirnir léku blúsin með við-
eigandi hrópum. Þá var klukkan langt
gengin tvö. Kynnir var Svavar Gests,
og fannst mér honum einum hafa farið
fram.
Eins og áður er sagt var húsið ekki
fullt, en áheyrendur voru góðir og
nægjusamir, og tóku öllu með mesta
fögnuði. Þeir færðu þó ekki jazzleikur-
unum blóm, sem ef til vill hefði verið
viðeigandi. J. M. Á.
19