Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 4

Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 4
Björgvin Guðmundsson tóns\áld: VÉR VESLINGAR Flestir munu kannast við dæmisöguna um mann- inn, sem eyddi allri ævi sinni í árangurslausa leit eftir demöntum. Hann flæktist um heim allan í þessu skyni, en fann engan demant. Þegar hann svo loks undir 'banadægrið hvarflaði heim aftur til æskustöðv- anna, þrotinn að heilsu og kröftum, varð hann þess áskynja, að einmitt æskustöðvar hans voru auðugri af demöntum en nokkur annar blettur á jarðríki og, að geislandi steinarnir, sem hann í æsku hafði séð liggja víðsvegar á eyrunum við Bæjarána og þá ekki gefið neinn gaum, höfðu allt verið demantar. Eins og öll lífspeki, er þessi saga lærdómsrík á marga vegu. Þetta er sagan um manninn, sem glatar sjálfum sér, fyrir að vera á sífelldum þönum við að sækja til annara allt það, sem hvergi er að finna nema í hans eigin sál: gleðina, lífs-hamingjuna- skymsemina, skoðanirnar, manngildið og sjálfstraustið, svo að nokkuð sé nefnt, en annars allt það, sem gefur honum rétt til að vera tekinn í mennskra manna tölu. Þetta er sagan um þjóðina, metnaðarlausu, sem veltir vöngum eftir hverskonar ísmum og endemum jafnharðan og þeim skýtur upp einhversstaðar á hnett- inum, á meðan hennar eigin hjartastrengir ryðbrenna vegna vanbrúkunar, ræktarleysis og annars fárskapar ómarkvissra athafna og afvegaleiddra þjóðhátta, og svona mætti lengi telja. An þess að nokkur sé lastaður vil ég fullyrða, að þessi saga eigi fullkomið erindi til íslenzku þjóðar- innar, sem slíkrar, og þá hreint ekki síst til þeirra sem starfa á athafna-svæði tónmálanna. Einn okkar allra athafnamesti tónlistarmaður skrifar mér nýlegar m. a., á þessa leið: „Eg held að flestum sé ná að verða ljóst, að meira þarf að gera fyrir íslenzka tón- list enn gert hefur verið hingað til. Gildi einnar þjóð- ar hlýtur að byggjast á andlegum verðmætum henn- ar og þess vegna er sjálfsagt og skylt að hláa að þessum verðmætum. Það þarf að skapa áhuga almenn- ings á íslenzkri tónlist og það svo rækilega, að þjóðin fari að heimta meira og víðtækari flutninga íslenzkra tónverka víðsvegar um landið. Er ekki mögulegt að koma af stað slíkri þjóðernishreyfingu með því að skapa meiri og almenna þjóðerniskennd manna á sjálfan sig fyrir hitta, og menningarráð Sovétríkjanna verður að láta sér skiljast, að hinir rásnessku lista- menn eru ekki fyrst og fremst rássar, heldur eign allra þjóða, og það mun verða dáðst að verkum þeirra frá nýrstu Islands hygðum til syðstu endimarka jarðarinnar. Með þessu blaði lýkur 1. árg. tónlistarblaðsins Musca. Eins og sagt var í 1. tlb. eru erfiðleikar miklir við átgáfu slíks blaðs, sérstaklega verður fjárhagur slíks blaðs allt of þröngur, þannig að meztu erfiðleikar blaðsins eru að afla nægra áskrifenda. Blaðið hefir sent áskrifarlista um 'land all'l't, oig koma árslit söfnun- arinnar brátt í ljós. Oskandi væri að hægt yrði að halda blaðinu áfram og treystum við á stuðning allra tónunnenda. Blaðinu hefur verið forkunnar vel tekið, og þökk- um við þann fjölda bréfa er blaðinu hafa borist frá velunnurum sínum um land allt, og hefir verið ómetanlega hjálp í, að fá aðstoð allra bréfritaranna og leiðbeiningar. Margir tónlistarmenn hafa veitt okkur mikla aðstoð á hinu liðna ári, má þar fremst í flokki nefna þá dr. Pál Isólfsson, Björgvin Guðmundsson, einnig dr, Victor von Urbantschitsch og Eyþór Stefánsson tón- skáld frá Sauðárkrók. Einnig viljum við þakka Olafi Jakobssyni söngvara, fyrir alla hans ómetanlegu aðstoð við átgáfu blaðsins. Olafur er fyrir skömmu farinn til Italíu, enn þar mun hann verða fréttaritari Musica og væntum við greinar frá honum á næstunni. Með aðstoð ísl. tónunnenda munum við reyna að skapa blað er má vera tónlistinni til sóma, og viljum við að endingu beina þakklæti okkar til allra tránaðar- manna og velunnara blaðsins um land allt fyrir mikilvæga aðstoð. 4 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.