Musica - 01.03.1949, Side 5

Musica - 01.03.1949, Side 5
meðal? Aðrar þjóðir eru stoltar af sinni eigin tónlist og skilja vel þau andlegu vermæti. Og þó að íslenzk tónlist sé ung að árum, þurfum við ekki að hera neinn kinnroða fvrir smæð okkar á því sviði“. Eg hlýt að viðurkenna, að þessi ummæli bréfritar- ans glöddu mig mikið, og þar sem ég hefi haldið þessum skoðunum á lofti nú um hálfan-annan áratug, þykist ég varla þurfa að taka fram að ég er bréfrit- aranum fyllilega samdóma. En til að skapa þennan lífsnauðsýnlega og sjálfsagða þjóðarmetnað þarf músi- kalskt athafnalíf að taka gagngerðum breytingum, og þó einkum varðandi tónflutning útvarpsins. Við kvörtum yfir því, að stjórnarvöldin afskipti tónlistarstarf okkar, hvað snertir gjaldeyri og önnur fríðindi, samanborið við íþróttafélög og ýmsa aðra félagslega starfsemi í landinu. En látum oss nema staðar sem snöggvast. Hvers getum við eiginlega vænst, á meðan vitað er að útvarpið á í fórum sínum urmul af sæmilega brúklegum íslenzkum hljómplöt- um, sem aldrei heyrast, á meðan hvorki sést né heyrist orð um nokkra íslenzka tónbók, sem út er gefin, hvað þá, að tónflytjendur okkar geri sér það ómak, að kynna úr þeim eitt einasta lag, á rneðan einsöngvurum okkar helst uppi með takmarkalítið hlutgengi í dagskrám útvarpsins þó þeir hafi þar ekki annað að bjóða en sífelldar endurtekningar á sjálfum sér og öðrum, á meðan íslenzkir söngvarar fá sig til að auglýsa það, sem einskonar beitu að hljómleikum sínum, að þeir flytji ekkart íslenzkt lag, á meðan Utvarps-hljómsveitin, — sem annars má þó heita perlan í algengum lifandi tónflutningi útvarpsins, — á meðan hún, segi ég leikur „íslensk lög“ í orði. en kannske ekkert á borði? I stuttu máli: á meðan tónræn starfsemi varðandi íslenzka tónlist er rekin af slíku tómlæti og þegjandaskap, að nálega er ógerlegt að formerkja, að til sé íslenzl{ tónlistar- starfsenn í landinu? En hverfum nú til íþróttanna. Sökum þess að ég er ekki íþróttamaður er mér síður kunnugt um starfs- emi íþróttafélaganna en skyldi. En allt bendir til, að þar sé uin vel vakandi og vel lifandi starfsemi að ræða. Að íþróttunum standa fólk, sem bæði hefur vilja og kunnáttu til að halda á sínum málum. Iþróttir eru námskyld og mcira og minna prófskyld námsgrein i skólum landsins. I nálega hverju blaði, sem út kemur víðsvegar um land er hálf eða heil íþróttasíða. Varla opnar maður svo útvarp að ekki megi heyra þar eitthvað um íþróttir, og oft eru fluttir sérstakir íþróttaþættir, og þá jafnan íslenz!{ir, en ekki erlendir. Og er þetta nú ekki talsverður munur á starfshátt- um? Jú, vissulega, og ég efast ekki um, að ef tón- listar-starfsemin héldi uppi, þótt ekki væri nema þriðjungs-áróðri til móts við íþróttafélögin, mundi hún fljótt vinna áhuga almennings og umbun vald- hafanna. En það sem öllu varðar er, að okkur lærist sem fyrst að byggja tónmenningu okkar upp innan frá af eigin ramleik og á eigin spitur. Það verður hald- betra en flausturslegar utanfarir með handahófs við- fangsefni, þ. e. a. s., það sem til næst í svipinn, halar- ófa af erlendum listarmönnum með einn til tvo konserta hvor, og oftúlkun allskonar tónaleirs víðs- vegar utan úr heirni. Ber þó ekki neitt af þessu að lasta nema síðustu atriðið, enda munu fyrnefndu atriðin verða tilgangsmeiri sé það látið sitja í fyr- irrúmi, að búa sæmilega í pottinn hér heima fyrir. Eigin tónmenningu er einungis hægt að byggja upp með öðrum og fjölbreyttum flutningi íslenskra tónverka, svo að þjóðin fái sem allra mest tækifæri, til að fylgjast með sinni eigin tónlist og tileinka sér hana. Þá kemur þjóðarmentnaðurinn af sjálfu sér og jafnframt grundvöllur að margþættum þroska-skil- yrðum innávið og mun sannari orðstír útávið. En eins og ég hefi marg-bent á, er útvarpið hinn sterki aðili á þessu sviði. Sé það misnotað eru allar bjargir bannaðar. Sé því hins vegar stjórnað a£ þjóð- rækni, skilningi og réttlæti, er það einmitt veigamesta áhald í víðri veröld til að móta þjóðirnar til heil- brigðs metnaðar á hvaða sviði sem er. Hvort sem það er af kæringar — hugsunar — eða vilja-skorti, nema öllu sé til að dreyfa, þá lítur svo út, að við séum ekki enn farin að skilja útvarpið, eða þau stór-breyttu viðhorf sem það hefur orsakað. Svo hefur oft borið við hvað tæknina snertir, að þjóðirn- ar hafa ekki borið gæfu til að laga sig eftir henni og hefur hún því löngum orðið mannkyninu fremur til bölvunar en heilla. Hvað útvarpið snertir, þá er það áreiðanlega tæki, sem ekki er hægt að fiflast með, skipulagslaust eftir dúk og disk, þjóðinni að skaðlausu. Þess vegna yerður, hvað sem tautar, að kftma heilbrigðu skipulagi á tónflutning útvarpsins. Vil ég því, að lokum bera fram eftirfylgjandi kröfur, sem ég hefi raunar margsinnis áður borið fram við útvarpið, a. m. k., að efni til, bæði heimulega og á opinberum vettvangi, og neyðist máske til að bera fram oftar. En þær eru: 1) Að flutningur íslenzkra tónverka verði stórum aukinn, og samr.æmdur við afköst höfundanna MUSICA 5

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.