Musica - 01.03.1949, Side 8
John Barbirolli
eftir Bcncdi}{t Gröndal fréttastjóra.
Blöð í Bretlandi birtu fregnir af John Barbirolli
undir stórum fyrirsögnum skömmu eftir nýárið, fregn-
ir sem hafa vakið athygli tónlistarvina um allan
heim. Barbirolli hafði verið boðin staða sem hljóm-
sveitarstjóra BBC symfoníuhljómsveitarinnar, ein bezta
hljómsveitarstjórastaða í Evrópu, en hann afþakkaði
boðið.
Með þessari ákvörðun sinni afþakkaði Barbirolli
ekki aðeins heiðurinn, heldur og 250000 króna árs-
laun, pn hann hefur ’helmingi lægri laun hjá Hallé
hljómsveitinni í Manchester, þar sem hann nú er.
Hann setti þó skilyrði fyrir því, að hann yrði kyrr
í Manchester. Skilyrðin voru þau, að hljóðfæraleikar-
arnir fengju kauphækkun (Hann bað ekki um kaup-
hækkun sjálfur) og ennfremur, að hljómsveitin yrði
stækkuð upp í 100 menn, og fé væri tryggt til einnar
utanferðar á ári fyrir hljómsveitina alla. Það er von,
að Alberthöllin í Manchester hafi verið troðfull og
fólkið kappa í fimm mínútur, þegar Barbirolli
gekk fram á senuna í fyrsta skipti eftir að þessi
tíðindi bárust út.
Fyrir fimm árum síðan tók Jo'hn Barbirolli saman
pjönkur sínar í New York og steig ásamt konu sinni,
Evelyn Rofhwell (sem er þekktur oboisti) um borð
í portúgalskt flutningaskip, sem flutti þau áleiðis til
Englands. Barbirolli hafði verið sjö ár í New York,
og hafði stjarna hans lækkað á þeim árum. Hann
ha'fði verið ráðinn sem hljómsveitarstjóri New York
Philharmoni hljómsveitarinnar. En það starf var ekki
auðvelt. Þessi hljómsveit er fræg fyrir það, hversu
erfitt er að 'hafa þar fullkominn aga og 'hafði fyrrenn-
ara Barbirollis, sjálfum Toscanini, ekki veitt af öll-
um kröftum sínum í því starfi.
Þegar Barbirolli kom til Manchester 1943, voru
aðeins 23 hljóðfæraleikarar í ’hinni 93 ára gömlu
Hallé hljómsveit, og þýzk sprengja hafði lagt bygg-
ingu hljómsveitarinnar í rústir. Barbirolli tók til
óspilltra málanna. Hann leitaði um alla borgina eftir
hljóðfæraleikurum, tók meira að segja konu úr Hjálp-
ræðishersshljómsveit til að leika á básúnu. Fyrstu
hljómleikar hans fóru fram í kirkju — og vöktu mikla
athygli. Halle hljómsveitin hélt 230 hljómleika það
ár, og var unnið af sama dugnaði öll stríðsárin.
Barbirolli fór með hljómsveitina til vígvallanna, lék
fyrir hermenn jafnt sem borgarana á heimavígstöðvun-
um , og vann sér mikillar 'hylli.
Eftir stríðið hefur Barbirolli unnið Hallé hljóm-
sveitina upp hröðum skrefum og er nú á góðri leið-
með að skipa henni — og sjálfum sér —þann sess,
sem þau áður höfðu. Barbirolli leggur mikla áherzlu
á að fá ungt fólk til að sækja hljómleika sína. Hann
segir því, að Beethoven og Bach séu sú karlmannlega
hljómlist, sem djarfri æsku sæmi, ekki jazzinn. Hann
er nú einn af þeim fáu hljómsveitarstjórum í heimin-
um, sem geta sagt, að þriðjungurinn af hlustendum
sínum séu jafnan innan við 18 ára aldur. Frmtiðin
brosir nú á ný við Barbirolli — 'hann er aðeins 49 ára
— og Hallé hljómsveitinni. Vinsældir hans eru meiri
en nokkru sinni í Manchester eftir að hann sýndi
borginni og hljómsveitinni þá tryggð að neita
boði BBC.
„Microfónninn er tilbúinn, jrúl"
8 MUSICA