Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 13

Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 13
(onlistarkórinn með aðstoð sinfóníuhljóm- sveitar í Austurbœjarbíó þ. 25. nóv. Stjórnandi: Dr. Victor Urbantschitsch. Einsöngvarar: Guðmunda Elísasdóttir og Sigurður Skagficld. Verkcjni: Tónlistarfélagskórinn: Þjóðsöngvar norðurlanda: O, guð vors lands; Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Der ct er yndigt land; R. Nordraak. Du gamla du fria, þjóðlag. Suomen laulu; Pacius. 5 íslenzk þjóðlög; útsett af söngstjóranum. Island; Markús Kristjánsson. Kvöldljóð; Hallgrímur Helgason. Requiem; Jón Leifs. Ofan gefur snjó; Sigfús Einarssonar. Fjallkonan; Sigfús Einarsson. Tónlistarfélagskórinn með aðstoð Sinfóníubljómsveitar Reykjavíkur. Island; Sigfús Einarsson. (Einsöngur Guðmunda Elíasdóttir). íslands minni; Helgi Pálsson. (Einsöngur Sigurður Skagfield). Gamlar stökur: Tvö rímnalög; Karl O. Runólfsson. Bæn um frið; Björgvin Guðmundsson. Fánasöngur: Lofsöngur; Páll Isó/fsson. (Einsöngur Sigurður Skagfield). Þessir hljómleikar Tónlistarfélagskórsins voru yfir- leitt einhverjir þeir vönduðustu hljómleikar sem höf- uðstaðstaðabúar hafa átt kost á síðustu ár. Kórinn bauð upp á alíslenzka efnisskrá (að þjóðsöngvum norðurlanda undanteknum) og er það vel. Þeir sem eru vantrúaðir á íslenzkar tónbókmenntir hefðu mikið gagn af að hlusta á þessa liljómleika kórsins. Af þeim lögum sem kórinn söng án undirleiks má hiklaust telja kvöldljóð Hallgríms Helgasonar og Jóns Leifs athyglisverðustu lögin. Requiem Jóns Leifs er tregðublandin þjóðvísa og hin- ar fögru sópranraddir kórsins skiluðu þeim afar vel og vandvirknislega. Jón Leifs hefir tekist snilldarlega að ná út kjarna þjóðvísunnar. Ná út þeim svefni sem náttúran er í og allar lifandi verur. Yfir laginu hvílir djúpur friður O'g hinar fínlegu vibrationir sópranraddamna og hinn dimmi grunnur bassanna setti skemmtilegan svip á verkið, það má segja að Jón Leifs hafi verið heppinn í vali sínu á texta því að fegurð textans er sérstaklega mikil og það má glöggt finna 'hve hið ''þekkta skáld hefir haft næmt auga fyrir hvíld þeirri er náttúran sveipast í að næturþeli: Sofinn er fífill fagr í haga mús undir mosa már á báru lauf á limi Ljós í lofti hjör.tur á heiði enn í hafi fiskar. Við skulum gleyma grát og sorg gott er heim að snúa. Látu þig dreyma bjarta borg búna þeirn er trúa. Þau lög er Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur annaðist undirleik á voru ekki eins velheppnuð, því að hljóm- sveitin var ekki eins góð og hún hefir verið. Trompetarnir voru t. d. beinlínis falskir og var öll hljómsveitin eins og utangátta í undirleik sínum. Guðmunda Elíasdóttir söng einsöng í laginu Island eftir Sigfús Einarsson enn það lag er einn kafli úr verkinu „Sangen i Norden" er flutt var á norræna kóramótinu í sumar, leysti frúin verk sitt vel af hendi. Sigurður Skagfield söng einsöng í tveim lögum, Islands minni eftir Helga Pálsson og Lofsöng eftir Pál Isólfsson, var eins og söngvarinn væri hálft í hvoru í vandræðum með sjálfan sig, kom m. a. illa inn í Islands minni eftir Helga, enn var mun betri í Lofsöng Páls ísólfssonar. Annars hættir Skagfield til eins og fleiri söngvur- um hins þýzka skóla að leggja of mikið á sig við sönginn og yfirdrífa þann kraft er þeir þurfa að leggja í hann. Gamlar stökur og tvö tímnalög úr (ísl. þjóðlögum) eftir Karl O. Runólfsson eru nærri því austurlenskar í stílbyggingu sinni, enn skemmtilegar samdar. Ann- ars var athyglisverðast í þessum kafla Lofsöngur Páls Isólfssonar og Bæn um frið (úr kantötunni „Friður á jörðu“) eftir Björgvin Guðmundsson. MUSICA 13

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.