Musica - 01.03.1949, Síða 20
#
25 krónur
voru árslaun orgelleikara
Viðtal við
Kristinn Ingvarsson orgelleikara
Ljósrnynd: Musica.
Kristinn Ingvarsson er fæddur 27. júní 1892, að
Brúnavallakoti, Skeiðarhrepp, Árnessýslu, sonur hjón-
anna Ingvars Sigurðsonar bónda og Gunnvarar
Jónsdóttur.
Kristinn Ingvarsson er fróður um margt og ánægju-
legt við hann að tala, og efalaust er saga hans svipuð
sögum margra íslenzkra orgelleikara sem hafa orðið
að berjast við fátæktina alla æfi, til að geta sinnt starfi
því, sem er þeim kærast.
Ég ólst upp með foreldrum mínum til 8 ára aldurs,
enn þá varð ég að fara til vandalausra „segir Kristinn
Ingvarsson" enn ég var sannarlega heppinn að kom-
ast tii einmitt þessa fólks, því að það var mér sérstak-
lega gott!
„Hvenær kynntist þú orgelinu fyrst ?“.
Þá var ég, að ég held 10 eða 11 ára og hafði farið
með mömmu, að heimsækja bróður minn, enn hann
var hjá Helga, bróður séra Skúla Skúlasonar, prófasts
fyrstu æfingu æfði „Götterdámmerung" eftir Wagner
án „partítúrs“, og eftir það báru hljóðfæraleikararnir
takmarkalausa virðingu fyrir Toscanini.
Er stríðið braust út 1914 snéri Toscanini aftur
til Italíu og vann þjóð sinni mikið gagn öll stríðsárin,
1918 fór hann aftur til Bandaríkjanna, enn var kall-
aður aftur til Italíu 1921 til að opna Scala söngleikja-
húsið er hafði verið lokað síðan 1917. 1927 fór hann
aftur til Bandaríkjanna til að taka þar við stjórn
Phiiharmónisku hljómsveitarinnar í New York.
Hin næstu ár þar á eftir fór hann í hljómleika-
ferðir til Everópu m. a. til Bayreuth, enn þar stjórnaði
hann „Parstfal* ‘ °g við burtförina úr háborg hinnar
Wagnersku tónlistar sagði hann þessi bitru orð: „Þegar-
ég kom hingað, fannst mér ég stíga á helga jörð,
enn þegar ég nú fer 'héðan, finnst mér ég yfirgefa
trúðaleikhús".
Arið 1933 var reynt að fá Toscanini aftur til
Bayreuth, enn það tókst ekki.
Arið 1931 gerðu Iandsmenn hans aðsúg að honum
vegna þess að hann neitaði að leika þjóðsöng fasist-
anna „Giovanezza" auk þess sem hann mótmælti
ofsóknum þeim er starfsbræður hans urðu fyrir í
Þýzkalandi.
1940 kom enn stríð yfir hið ástkæra föðurland
Toscanini, enn hann var á móti stefnu Mussolini, og
lagði mikið fram til sigurs Bandamanna í styrjöldinni.
Strax eftir strlðslok árið 1946 fór Toscanini aftur
til Ítalíu til að opna Scala söngleikjahúsið í Mílanó
í annað sinn, og þá var honum tekið sem hetju,
sem þeim manni er hafði gert öllum ítölum meira til
að kynna verk ítalskra tónskálda, og honum stóð
jafnvel til boða að verða forseti 1. ítalska lýðveldisins,
enn hann hafnaði því, hann sem var konungur tón-
listarinnar, hins helgasta og hreinasta er hinu
óhamingjusama mannkyni hafði tekist að skapa,
kærði sig ekki um að verða skítmokari, í hinu rotna
og viðunstyggil'ega laumuspili hinna spiltu pólitíkusa
mannkynsins, sem af bestu getu reyna að steypa
mannkyninu í glötun og niðurlægingu.
Enn stendur hin aldni meistari í fararbroddi fræg-
ustu hljómsveitar veraldarinnar, og nær út úr tón-
verkunum öllu því bezta sem hægt er að ná, já jafn-
vel hinu ómögulega. T. A.
20 MUSICA