Musica - 01.03.1949, Side 21
í Odda. Helgi var vel menntaður maður og lék
vel á harmóníum. Eg man jafn vel eftir þessum at-
burði, sem hefði hann skeð í gær, ég var að leika mér,
með öðrum börnum, 'þegar ég heyrði yndislega hljóma,
ég skyldi ekki í fyrstu hvað þetta var, enn mér var þá
sagt að þetta væri Helgi bóndi að leika á harmóníum.
Ég fékk að fara inn í stofu til Helga, enn hann spurði
mig hvort mér þætti gaman að leik hans, ég hélt ná
það, og þarna lék hann fyrir mig hvert lagið af öðru,
og ég varð æ, hrifnari.
Eftir þetta gat ég ekki hugsað um annað enn orgel-
ið, ég hafði allt fyrir orgel hvort sem ég var að leik
eða vinnu, og að lokum kom að því, að ég varð að
ségja húsbónda mínum frá löngun minni, og bað ég
'hann um hálfsmánaðar frí til að læra á orgel, enn einn
vinnumannanna hafði lofað að sjá mér fyrir fæði og
húsnæði.
Veitti húsbóndinn mér fúslega faraleyfi og lærði
ég svo orgelleik hjá Einari Brynjólfssyni frá Þjótanda
í hálfan mánuð og gefur að skilja, að ég lærði ekki
mikið meira. enn nóturnar, og þar sem ég hafði
ekkert hljóðfæri heima tapaði ég niður mestu af því
sem ég hafði lært.
Enn 4—5 árum síðar réðist ég í að taka víxil og
kaupa mér gamalt kirkjuorgel, og eftir það fór mér að
þoka áfram, sérstaklega breyttist hagur minn er
ég flutti til foreldra minna aftur 1914, þá gat ég æft
mig þegar ég vildi, og varð mikið til sjálfs míns ráð-
andi“.
„Hvenær lékstu í fyrsta sinni við messu?“.
Við skulum sjá, jú! það var árið 1911, enn þá lék
ég í forföllum organista kirkjunnar, enn það var
síðasta messan við þá kirkju, því hún var ri'fin
nokkru síðar.
Arið 1914 varð ég orgelieikari við Olafsvallarkirkju
og var þar í rúmt ár“.
„H ve hátt var kaupið þá?“.
„25 krónur á ári og þótti allt of mikið, 1917 fór
ég svo til Reykjavikur og komst í tíma til Páls
Isólfssonar, og kenndi hann mér í einn vetur.
Mér fannst Páll leggja sig allan fram við að kenna
mér, og á ég ihonum mikið að þakka fyrir það.
Er ég ætlaði að greiða fyrir kennsluna var ekki við
það komandi. Þetta er ekki í einasta skipti er Páll
hefir komið svona fram við fátæka pilta er voru að
afla sér menntunar.
Ég minnist þess, að eitt sinni var ég heima hjá
Páli, er unglingspiltur er hafði lært hjá honum um
veturinn kom, og vildi greiða fyrir kennsluna, Páll
hélt nú ekki „hafðu það fyrir nesti, góði“ sagði
hann hlægjandi.
Skömmu eftir að ég fór í tíma til Páls, komst ég að
sem orgelleikari við Sjómannastofuna, og var þar í
2—3 ár, og kom upp allgóðum söngflokk. Þá varð
ég fyrir því láni að kynnast Sigfúsi Einarssyni og
fékk ég hann til að kenna mér á pípuorgel.
Eftir að ég hafði verið hjá honum í einn mánuð
varð ég aðstoðarmaður hans og það starf hafði ég í
14 ár (Sigfús var orgelleikari við Dómkirkjuna).
Eftir að Sigfús féll frá, varð ég aðstoðarmaður Páls
og hefi ég gegnt því starfi síðan.
Sigfús reyndist mér sem bezti faðir, og var mér
afar góður, og samstarfið við Pál hefir verið mjög gott.
Auk starfs míns við dómkirkjuna, hef.i ég verið
orgelleikari við Fríkirkjuna í Hafnarfirði í 8 ár og
nú síðast orgelleikari við Laugarneskirkjuna frá því
að hún var stofnuð.
Annars hefi ég leikið í um 40 kirkjum við eina eða
fleirri athafnir frá því að ég byrjaði að leika á orgel“.
„Hvaða álit hefir þú á starfi söngmálastjóra þjóð-
kirkjunnar?"
„Hann hefir unnið geysimikið starf, enn ég álít að
fyrst hafi átt að þjálfa orgelleikarana og taka svo
kórana fyrir“.
„Hvernig eru kjör orgelleikara nú?“.
„Sæmileg í Reykjavík, enn með öllu óviðunandi
úti á landi, ég held, að sveitaorgelleikari fái 100—200
krónur í árslaun og þurfa þeir flestir að borga með
sér við starfið, er það auðvita með öllu óviðunnandi.
Launakjör orgelleikara, sérstaklega úti á landi, þarf
að endurskoða liið allra fyrsta, þau eru safnaðarstjórn-
unum til stór skammar".
„Þú hefur samið eithvað er það ekki?“
„Jú, eithvað lítilsháttar, tvö lög hafa komið út eftir
mig á prenti „Sjá himinn opnast hlið“ og „Munaðar-
leysinginn,, enn auk þess á ég um 20 lög í handriti".
„Hefur þú áhuga á nútímatónlist?“
„Sumt af nútímatónverkunum finnst mér falleg,
enn sumt fer fyrir ofan garð og neðan hjá mér, mín
uppáhaldstónskáld eru Bach og Hándel, og ég hefi
mezta ánægju af píanó og orgeltónlist“.
„Er von á 2. hefti samhljóma á næstunni?“
„Ef ég vinn stóra vinninginn í happdrættinu ætla
ég að leggja í að gefa út annað hefti“, segir Kristján
hlæjandi, „nú sem stendur á ég ekki næga peninga
til að gefa með því“.
T. A.
MUSICA 21